Beauty Wishlist

Ég viðurkenni það að setja saman þennan lista tók mun lengri tíma heldur en ég hélt og ætlaði mér í fyrstu og mér leið á tímabili eins og ég væri dómari í X factor að velja minn topp 10 lista. Ég er alveg týpan sem getur eytt nokkrum klukkustundum í Sephora og þarf helst að vera nettengd til að geta lesið mér betur til um vörurnar svo ég tók þessum Beauty Wishlist kannski örlítið of alvarlega. Vörurnar á listanum eru þó að sjálfsögðu allar Cruelty Free og flestar fáanlegar á Íslandi en nokkrar fást þó í Sephora.

 

sephorawishlist22

Korres Black Pine 3D Sculpting & Firming Sleeping Oil
Eftir að hafa kolfallið fyrir olíunni frá Sóley hef ég komist að því að olíur henta mér ótrúlega vel fyrir svefninn, svo auðvitað fékk ég strax mikinn áhuga á olíu sem er sérstaklega gerð fyrir svefninn! Ég skoðaði allar olíurnar á Sephora (eins og ég sagði, þá tók þessi færsla mjög langan tíma) og þessi varð fyrir valinu. Eftir að hafa valið hana komst ég að auka bónus um vöruna, hún er ekki bara Cruelty Free heldur vegan líka! En olían á að vera góð fyrir teygni huðarinnar, hrukkur og þurrk og kostar 68$ hér á sephora.com.

sephorawishlist555

Dr. Hauschka Revitalizing Day Cream
Ég var svo heppin að vera boðið á viðburð á vegum Dr.Hauschka í mánuðinum og fékk þá að kynnast þessu merki og við fyrstu kynni er ég mjög hrifin. Það sem heillaði mig þó mest við þetta krem  er sú staðreynd að það er í svona túpu en ekki dollu, svo maður er ekki alltaf með puttana ofan í kreminu með tilheyrandi bakteríum.
Fæst í heilsuhúsinu.

sephorawishlist55

Goodnight Darling co. Fade to black Pillow Spray
Ég rakst á merkið þar sem það er í sölu hjá Mstore og byrjaði að skoða það en merkið heillaði mig alveg upp úr skónum. Goodnight Darling co leggur mikla áherslu á hvað svefn er mikilvægur fyrir okkur en á heimasíðunni þeirra stendur ,,our mission is to bring sleep back”. Vörurnar þeirra eru Cruelty Free en mig hefur lengi langað í svona koddasprey sem væri Cruelty Free. Þau eru líka með ilmi sem heilla mig mjög mikið. Koddaspreyið fæst því miður ekki á Íslandi en fæst hér en Mstore er með ilmina frá þeim sem fást hér

sephorawishlist88

Morphe E4 burstinn
Ég pantaði mér nokkra Morphe bursta í sumar sem komu mér svo skemmtilega á óvart enda alls ekki dýrir en gæðin eru klárlega umfram verð. Ég á ótrúlega góðan kinnalitsbursta en hann er því miður úr dýrahárum svo mig langar í þennan í hans stað. Jaclyn Hill Youtube stjarna er með youtube myndband um sína uppáhaldsbursta frá Morphe og var þessi á listanum sem sannfærði mig um ágæti hans.
Burstinn fæst í Fotia/Fotia.is á Íslandi hér. Ef þið pantið hann á netinu á heimilisfang í Bandaríkjunum vil ég vara ykkur við, sendingin er mjög lengi á leiðinni, mín var alveg
3-4 vikur.

sephorawishlist111

My Kit Co. Blush & Powder bursi 05
Þar sem uppáhaldssólarpúðurburstinn minn er ekki Cruelty Free langar mig í annan. Þessi heillaði mig aðallega því hann er svo líkur þeim sem ég á. Fæst hér

 

sephorawishlist23

Kat Von D Lock it Concealer Brush
Ég er mikill aðdáandi Beauty Blenders en ég held að þessi væri fullkominn fyrir þessi fínni tilefni þegar maður hefur meiri tíma til að blanda hyljaranum betur undir augun. Hann fær ótrúleg viðbrögð á Sephora. Þegar ég hef verið að nota bursta í hyljarann hafa komið svona burstaför eftir hann og það á einmitt ekki að koma fyrir þennan! Hann fæst því miður ekki á Ísland en fæst hér á Sephora.com

 

sephorawishlist3

Fenty Beauty Cheek Hugging Highlight Brush 120
Það sem seldi mér þennan bursta var myndbandið sem fylgir honum á Sephora.com. Hann er í laginu eins og hákarlatönn og leggst svo vel á kinnbeinin að það á að kom ótrúlega mikill og fallegur gljái. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum en hann fæst því miður ekki á Íslandi en fæst hér á Sephora.com

 

sephorawishlist444

Urban Decay Vice lipstick – Barfly
Ég er algjör ,,sökker” fyrir nude varalitum en er samt mjög kröfuhörð þegar kemur að því að velja mér þá. Ég hef ekki prófað hann sjálf en af myndum af förðunum af dæma þá kemur hann mjög vel út!
Fæst í Urban Decay á Íslandi í Hagkaup

 

 

Urban Decay Heavy Metal Glitter Eyeliner í litnum Midnight Cowboy
Ég kom við í Urban Decay í Smáralindinni um daginn og Hrafnhildur Björk sem  vinnur fyrir Urban Decay var með þennan fallega eyliner en seinna sama dag sá ég svo fallegt lúkk á instagram með einmitt sama eyeliner, svo ég tel það merki að ég bara hreinlega verði að eignast hann. Ég lagði svarta eyelinerinn á hilluna (í bili) fyrr á árinu en ég get alveg ímyndað mér að nota svona gull eyeliner í staðinn! Ég hef líka séð hann notaðan í stað augnskugga sem gæti komið mjög vel út fyrir viðburð eins og áramótin.
Fæst í Urban Decay á Íslandi í Hagkaup

 

sephorawishlist44

Becca Liquid Crystal Lip
Ég er orðin rosalega hrifin af glossum, held að það sé vegna þess hve mikill aðdáandi ég er af highlight en mér finnst fallegur gloss oft vera punkturinn yfir i-ið á mikilli highlight förðun. Þessi fallegi nude bleiki litur heitir Rose Quartz x Seashell og er frá merkinu Becca, en merkið fæst a.m.k. bæði í Lyf&Heilsu og í Hagkaupum en hér á sephora.com

 

sephorawishlist

Becca First Light Priming Filter Face Primer
Þessi primer er þekktur fyrir að gefa glowy og dewy húð og þar með er ég seld. Hann er frá Becca sem fæst bæði í Lyf&Heilsu og í Hagkaupum

 

sephorawishlist

Anastasia Prism Pallettan
Ég verð ekki oft skotin í pallettum, en ég er samt sem áður mjög skotin í þessari. Mér finnst oft vanta einhvern svona vá factor í pallettur en þessi er algjör fegurð. Að mínu mati eru alveg þónokkrir augnaskuggar standa upp úr en Dimension,  Pyramid, Throne, Osiris, Eternal og Saturn eru litir palletturnar þó þeir eru samt allir alveg ótrúlega fallegir augnskuggar. Einn stór kostur við pallettuna er hvað litirnir passa vel saman og því væri hægt að nota bara þessa pallettu án þess að nota aðra augnskugga og því ef maður er að fara eitthvert þá væri nóg að taka bara þessa pallettu. Hún fæst hér á Íslandi.

 

sephorawishlist66

Make Up Store Kinnalitur í litnum Must have
Ég elska fallega kinnaliti og mér finnst Make Up Store alveg leiðandi þar þegar kemur að Cruelty Free vörumerkjum. Make Up Store er reyndar einnig vegan vörumerki.  Ég er mjög skotin í litnum Must Have sem fæst hér og er á myndinni, en einnig í litnum Lust sem er rauðari og fæst hér

 

 

xx
Helga Diljá

Færslan er ekki kostuð né unnin í samstarfi við nein fyrirtæki 

One thought on “Beauty Wishlist

  1. Pingback: Jólagjafalisti

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s