DesixKaty Dose of Colors

Desi Perkins og Katy eru Youtube stjörnur sem mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með en þær komu með sína eigin línu af snyrtivörum í samstarfi með Dose of Colors. Ég er mikill aðdáandi þeirra beggja og fylgist með þeim bæði á Snapchat og Instagram. Notendanöfnin þeirra er Desi Perkins og svo er Katy með Katy á instagram en Lustrelux á snapchat.

desikaty2

Í línunni þeirra var ein augnskuggapalletta, tveir highlighterar, tveir nude varalitir , einn rauður varalitur, einn dökkfjólublár varalitur og svo gloss. Eins og sönnum aðdáanda sæmir keypti ég mér úr línunni þeirra báða nude varalitina og glossinn.

Dose of Colors er Cruelty Free merki en það sem kom mér skemmtilega á óvart þegar ég fékk vörurnar í hendurnar var að þær voru líka vegan. Þær komu í ótrúlega fallegum umbúðum, árituðum af bæði Desi og Katy en varalitirnir heita More Creamer Please og No Shade sem er bæði tilvísanir í “einkabrandara” þeirra á Snapchat.

Ég elska glossinn en hann er alveg með þónokkru shimmer í sér og finnst hann því henta betur við fínni tilefni en hversdagsleg. Varalitirnir eru báðir með mikla þekju en eru samt mjúkir og endast vel. More Creamer please er dekkri og No Shade er nafn við hæfi því á mér er hann alveg húðlitaður. Ég elska No shade og finnst hann mjög fallegur með glossinum einmitt eða með ljósbleikum varablýant. More Creamer Please er aðeins of dökkur fyrir mig en þegar ég blanda honum saman með No Shade kemur hann mjög vel út.

 

desikaty4

Línan í heild sinni.

desikaty5

 

xx 
Helga Diljá

Vörurnar keypti ég mér sjálf

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s