Fylgihlutir í ræktina

Þó það mætti auðveldlega halda að þessi færsla um fylgihluti í ræktina væri um tísku í ræktina, þá er það þó ekki svo, enda er ég með aðra fylgihluti í huga. Þetta eru í raun og veru lítil æfingatæki sem eru alltaf í ræktartöskunni minni og ég gríp yfirleitt í eitt eða fleiri á öllum æfingum.Með Nike æfingatöskunni minni fylgdi poki með og er ég því alltaf með fylgihlutina bara velgeymda þar svo það gleymist ekkert og þeir eru ekki allir út um allt.

Sippuband* – hreysti.is

sipp

Þetta er búið að vera mitt uppáhaldssippuband í nokkur ár, það kemst hratt og er gott að kriss-krossa á því. Það er svo ótrúlega góð leið til að ná hjartsláttinum upp að sippa en ég sippa á næstum öllum æfingum þegar ég fer sjálf að æfa. Það er úr vír til að komast hraðar svo það er ekki beint þægilegt að fá það í sig á mikilli ferð, en það er bara enn meiri hvatning til að mistakast ekki.

Teygjur frá TRX* – hreysti.is

trx

Það opnast svo margir möguleikar á æfingum þegar maður á þessar teygjur. Ég nota extra-light teygjuna mikið til að teygja aftan á herðarblöðunum og einnig í axlaræfingar. Heavy – Extra Heavy í fótaæfingar t.d. band walks og glute thrusters. Mæli sérstaklega með að nota bæði svörtu og gulu í bandwalks á sama tíma, með þá svörtu fyrir ofan hné og gulu fyrir neðan, það svíður vel undir lokin. Teygjurnar rúllast ekki upp eins og margar og get ég eindregið mælt með þeim

Superband frá Perform Better – Amazon.com

superband_lateral_walk_2.jpg

Ég fjárfesti í svokölluðu Superbands eftir að hafa byrjað á plani frá Alexiu Clarke en hún notar sínar mikið. Þær eru mjög þægileg viðbót í ræktina en á myndinni má sjá hvað þær teygjast langt og því góðar í allskyns æfingar. Ég á bæði appelsínugult 1/4 og rautt 1/2 og finnst það mjög temmilegt.

Púlsmælir

polar_m400_intro_hero_41.png

Ég notaði einu sinni alltaf púlsmæli, en það verður að viðurkennast að ég hef ekki verið sú duglegasta að nota minn uppá síðkastið. Þeir eru hinsvegar mjög hvetjandi í ræktinni enda sýna manni bæði hjartslátt og kaloríur brenndar, mér finnst það persónulega  mest hvetjandi í lok æfingar til að maður keyri sig alveg út. Það er samt mjög gott að hafa það á bakvið eyrað að það eru ekki allir með sama hámarkspúls og því mikilvægt að keppa bara við sjálfan sig. Ég á sjálf Polar M400 en við systkinin gáfum pabba Garmin Vioactive í afmælisgjöf núna fyrir stuttu en það er með snertiskjá og með fleiri stillingar. Það er auðvitað til fullt af góðum úrum frá fullt af mismunandi fyrirtækjum, ég hef bara reynslu af þessum tveimur og get mælt með þeim báðum þó að Garmin úrið sé meira pro.

xx
Helga Diljá 

 

*Vörur sem eru merktar með stjörnu voru fengnar að gjöf frá fyrirtækjunum

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s