Hollt og On The Go

Mér finnst oft mjög þægilegt að geta gripið með mér eitthvað hollt og gott í flýti en þegar ég varð vegan þá vandaðist aðeins málið að finna aftur mína svona go to staði. Mig langaði þess vegna að segja ykkur frá stöðunum þar sem ég fer oftast til að grípa með mér þegar ég er á ferðinni

Gló

 


Gló Kópavogi er mjög nálægt mér svo ég hef verið fastagestur í nokkur ár. Núna nýlega breyttu þau samt matseðlinum og hef ég verið hálfgerður heimalingur á staðnum eftir það, svo mikill aðdáandi er ég. Þau er núna með margar mismunandi skálar þar sem hægt er að fá Oumph, sem er geggjað, vefjur o.fl. Mínir uppáhaldsréttir eru thaiskálin, mexikovefjan og síðan sem meira spari spínatlasagnað sem er að mínu mati skyldusmakk fyrir alla.

Núðluskálin 

 

Núðluskálin er í miðbæ Reykjavíkur á Skólavörðustígnum en ég fer alltaf þangað þegar mig langar í núðlusúpu. Mín uppáhalds er Dom Yam en þá fæ ég mér hana með tofu í stað kjúklings og milda. Mjög þægilegt til að taka með og er bæði mjög fersk og góð og mjög mettandi. Myndin er reyndar ekki af Dom Yam súpunni

 

Nings

nings.png

Ég var fastagestur á Nings áður en ég varð vegan af hollustumatseðlinum þeirra og fannst leiðinlegt að kveðja staðinn. Ég hefði nú getað sleppt því, því það sem ég vissi ekki þá, er að Nings er með tofukjöt á matseðlinum sínum. Nings er í mjög þægilegri fjarlægð frá mér en ég fæ mér réttinn tofukjöt og grænmeti sem er yfirleitt í satay sósu en ég breyti í drekasósu. Hef séð á Vegan Íslands á facebook að margir séu að setja tofukjöt í bókhveitinúðlur og mun ég klárlega prófa það á næstunni.

 

Vona að þetta hjálpi einhverjum!
Ef það er einhver með ábendingar um fleiri staði sem eru með fljótlegt og hollt þá má endilega senda mér línu enda er ég alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

 

xx
Helga Diljá

Færslan er hvorki skrifuð í samstarfi með fyrirtækjunum né kostuð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s