Mexikósk súpa

Ég er mikill aðdáandi alls í eldhúsinu sem er einfalt og fljótlegt og það er algjör plús ef það er hægt að geyma matinn inn í ísskáp svo það eina sem ég þarf að gera er að hita hann upp. Þessa súpu er ég búin að gera alveg þónokkrum sinnum uppá síðkastið því hún er næringarrík, einföld, fljótleg og alveg ótrúlega góð. Ég geri hana yfirleitt til að setja strax bara í nestisbox og inni í ísskáp en ég yfirleitt stenst samt ekki mátið og fæ mér smá.

Processed with VSCO with c2 preset

Hráefnin:

1/2 laukur
1/2 dós salsasósa
4 maukaðir tómatar
2 dl eldað kínóa (eða 1 dl óeldað)
2 dl svartar baunir
1 maísstöngull
2 grænmetisteningar
Tacokrydd
Hvítlaukskrydd
Salt&Pipar
1 lime (másleppa)
Kóríander (má sleppa)

Aðferð: Byrjað á því að steikja laukinn í potti með 1/2-1 dl af vatni þar til hann er orðinn glær og byrjaður að ilma. Bætir þá við tacokryddi. Bætir þá við 4 maukuðum tómötum úr dós, eða svona krukku eins og ég var með frá Naturata, og salsasósunni. Leyfir því aðeins að malla í pottinum. Bætir þá við 8 dl af vatni með tveimur grænmetisteningum og leyfir því öllu saman að malla. Kryddar eftir smekk með hvítlaukskryddi, salt&pipar og jafnvel djús úr einu lime. Bætir þá við elduðum 2 dl af kínóa (sem er 1dl óeldað), svörtu baununum og maísstönglinum (sem ég skellti bara inn í örbylgjuofn í tvær-þrjár mínútur). Leyfir þessu að malla saman í sirka 10-15 mínútur. Á meðan er mjög gott að skera niður maískökur og setja þær inni í ofn á 180 gráður þar til þær verða gullinbrúnar og svolítið stökkar. Súpan er nefnilega best borin fram með maískökustrimlunum og kóríander.

Elda 1 dl af kínóa með 2 dl af vatni og kryddað með papriku og hvítlaukskryddi.

C4DC49D7-FB31-4A5E-BA37-91EEBDA63B3C.JPG

B10F9293-1850-427B-A4EA-EA9B2CA0693D.JPG

667D952A-4E53-434A-A4E0-4952AF4C78CB 2.JPG

5E3E22CA-EC2C-4D82-A4E9-616B22593673 2.JPG


Þrátt fyrir að hafa farið sérferð út í búð til að kaupa kóríander, gleymdi ég honum alveg fyrr en eftir að ég var búin að borða. Súpan er æði ein og sér, en enn betri með smá kóríander. Vona að einhverjum líki hún jafnvel og mér!

 

xx
Helga Diljá

 

One thought on “Mexikósk súpa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s