Óskalistinn á heimilið

Fyrr á þessu ári flutti ég inn í stærra rými með litlum fyrirvara og er hægt og rólega að koma mér fyrir. Ég er mjög picky og get eytt mörgum tímum á netinu að skoða fallega muni fyrir heimilið áður en ég ákveð mig hvað ég vil. Ég tók saman nokkra hluti sem eru ofarlega á óskalistanum, tveir hlutir eru reyndar uppseldir en ég vona að þeir komi aftur en ég er meira að segja búin að velja stað fyrir þá hérna heima!

heimili2

Posea bekkurinn frá Bolia – fæst í Snúrunni (Snuran.is). Hann er því miður uppseldur í augnablikinu en mikið vona ég að þau fái hann aftur. Hann er svo ótrúlega fallegur.

heimili3

Gólflampi frá Zuiver fæst í Línunni (Linan.is). Hann er einnig uppseldur eins og er, en ég vona að hann komi aftur líka.

heimili4

Gull hnífapörin frá Bitz, þau eru svo ótrúlega falleg. Held að þau fáist í Líf&List.

heimili5

Kertjastjakarnir frá Skultuna. Þeir eru úr messing, þó ég sé meira fyrir brass en messing þá er ég mjög skotin í þessum.  Fást í Módern (modern.is)

heimili6

Luktin er úr Willamia í Garðabænum og er frá fyrirtækinu Blossom. Mjög falleg en ég er svolítið veik fyrir bleiku og gylltu.

heimili1

Þessi fallegi bleiki púði er úr Snúrunni (snuran.is). Held að hann væri fullkominn á bekknum frá Bolia.

heimilid6

Vasinn er frá Finnsdóttir og er líka úr Snúrunni (snuran.is) Mig langaði að bæta við einum blómavasa inn í svefnherbergi og er bókstaflega búin að leita út um allt internet þar sem ég vildi ekki glæran vasa. Held að hann myndi prýða sér ótrúlega vel með bleikum blómum þar.

0d6b59864f047439cbb6d12d2b12572f

Keypti mér svona teppi í litnum Madison frá módern (modern.is) um daginn og er svo ánægð með það. Langar að bæta öðru við fyrir kósýkvöldin í vetur og held að þessi litur kæmi mjög vel út með Madison litnum á sófanum þegar þau væru ekki í notkun.

 

xx
Helga Diljá

 

Færslan er ekki unnin í samstarfi við fyrirtæki né voru vörur fengnar að gjöf

One thought on “Óskalistinn á heimilið

  1. Pingback: Jólagjafalisti

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s