Jólainspó

Ég er ótrúlega mikið jólabarn og er ein af þeim sem byrjar snemma að hlakka til jólanna. Ég er alin upp við það að húsið breytist í jólahús í desember og það er allt skreytt.  Nú er ég aðeins byrjuð að spá hvernig ég vil hafa mitt jólaskraut og tók því rúnt á Pinterest og Instagram að skoða fallegar jólaskreytingar. Hugmyndirnar eru endalausar, en jólaskreytingar geta verið jafn mismunandi eins og þær eru margar!

jol33jol

Það er bara eitthvað við hangandi jólaskraut sem mér finnst svo heillandi.

jol7

Svo krúttlegt að fylla kertakuktir með jólaskrauti – hægt að bæta jafnvel jólaseríu við inní. Gaman að geta líka leyft rauða jólalitnum að njóta sín yfir hátíðarnar.

jol5

Þesssi fékk að fljóta með útaf gylltu hnífapörunum með svörtu diskunum sem verður klárlega fína stellið mitt í framtíðinni.

 

Mjög ólíkar innpakkanir á gjöfum en ég er mjög skotin í báðum. Ég sá líka einmittsvona litlar jólakúlur í Ikea um daginn, skemmtilegt aukaskraut sem gerir mikið en krefst lítillar aukavinnu.   Eins mikið og ég er að dást af þesari fallegu innpökkun þá veit ég alveg að ég á eftir að vera að pakka minum inn á síðustu stundu á aðfangadag.

 

jol99

Fallegt og persónulegt að hafa piparkökuhjarta með upphafsstaf á disknum.

 

Candy Canes eru svo jólalegar og gaman að geta leyft þeim að njóta sín í jólaskrautinu. Hef séð svipaða glervasa á Seimei hér

 

 

 

IMG_0443

Þangað langar mig til að koma

 

 

IMG_0446

Kemur mjög vel út að hafa tré á borðinu með kertastjökunum. Ég er einmitt rosalega hrifin af svipuðum trjám og þessum sem eru þó hvít frá Snúrunni.

jol2222

Það er fátt meira notalegt en að eyða jóladag í náttfötunum að horfa á jólamyndir.

 

Eins mikið og ég elska minimalíska stílinn þá verð ég að játa að mér finnst ameríski country stíllinn alveg töluvert jólalegri með öllu rauða og greninu. Held ég muni reyna fara milliveginn þegar ég eignast mitt heimili. Annars skiptir auðvitað mestu máli bara að njóta hátíðanna, þetta getur verið svo yndislegur tími. Ég persónulega get ekki beðið eftir að klára prófin mín og fara að horfa á jólamyndir, spila, rölta um miðbæinn og bara njóta.

 

xx
Helga Diljá

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s