Mínir Go-to Morgunverðir

Ég er ein af þeim sem finnst best að byrja morgnanna á morgunmat, ég byrja þó yfirleitt morgnanna mína með glasi af vatni, eplaediki og sítrónu og tek vítamínin mín en bíð svo í u.þ.b. hálftíma áður en ég fæ mér morgunmat til að koma meltingunni af stað. Það er yfirleitt einhvers konar grautur sem verður fyrir valinu en síðan um helgar finnst mér gott að breyta smá til.

 

Hafragrautur með ávöxtum
Þetta er það hefðbundna. Minn hafragrautur samanstendur yfirleitt af höfrum (tæplega dl) , msk af chiafræjum og kókosmjólk, en grautinn toppa ég með ávöxtum. Langoftast er ég með hálft epli og hálfan banana en á myndinni hér fyrir ofan til vinstri er ég með epli sem ég steikti á pönnu í kanilsykri frá Good Good Brand og Pamspreyi. Til hægri eru svo jarðaber, hálfur banani, rawnola og heslihnetusmjör. Rawnola er komið úr hugmyndasmiðju Loni Jane sem má finna hér á instagram en það er einfaldlega bara döðlur, kókosflögur og hafrar í jöfnum hlutföllum sett í matvinnsluvél, og er truflað gott.

 

Overnight Oats
Ég gerði þennan graut í fyrsta sinn um daginn og hann kom mér svo ótrúlega skemmtilega á óvart. Ég hafði áhyggjur af því að eplin yrðu græn við að sitja i grautnum, en svo verður ekki! Grauturinn er ,,creamy” og góð fylling í magann svo ég mæli eindregið með að prófa hann. Hann er allavega það eina sem ég er búin að borða í morgunmat síðastliðnar vikur.

1 dl hafrar
1 msk chia fræ
1/3 epli
1 tsk heslihnetusmjör (má sleppa)
Kókosmjólk

Byrja á því að skera epli í þunnar ræmur. Síðan í krukku eða nestisbox set ég hafra, chia fræ og heslihnetusmjör og fylli svo upp með mjólk þar til grauturinn hefur fengið þá áferð sem ég vil fá. Mæli með að hafa hann ekkert allt of þykkan, hann þykkist yfir nóttina. Bæti síðan eplaræmunum við og blanda öllu saman. Inn í ísskáp og borðað daginn eftir.

Chia grautur
Chia grautur verður yfirleitt fyrir valinu þegar ég er að fara að taka morgunmatinn með mér og þá sérstaklega ef ég er ekki viss um að hafa aðgang að kæli. Ég geri hann þá kvöldið áður og leyfi honum að sitja inni í ískap yfir nóttina en ég geri hann alltaf í Systema nestisboxi sem fæst í Nettó hér á Íslandi. Satt best að segja þá eru þessi stærð af nestisboxum langmest notuð hjá mér og á ég þónokkur nestisbox enda mikill veikleiki hjá mér. Chia fræ eru mjög góð fyrir meltinguna og því er þessi morgunmatur mjög góður í maga en mér finnst stundum gott að breyta til og setja súkkulaðikókosmjólkina frá Rebel Kitchen í staðinn fyrir venjulega, eins og sést á meðfylgjandi mynd.

2 msk Chia fræ
1/2 stappaður banani
1 msk kókosflögur (má sleppa)
Kókosmjólk til að fylla uppí
Ávextir í lokið, mér finnst best að nota ber, mangó eða kiwi.

 

Hollustupönnukökur
Ég hreinlega man ekki hvenær ég bjó til alvöru amerískar pönnukökur síðast, en ástæðan fyrir því er mjög einföld, mig hefur bara ekki langað til að búa þær til þar sem hollari pönnukökurnar eru jafn góðar og fá auðvitað aukastig fyrir að vera hollari. Tbh er sírópið og berin líka það langbesta við alvöru pönnukökur og það má alveg hafa það með hollari pönnukökunum. Skemmir ekki fyrir heldur hvað uppskriftin er ótrúlega einföld en hráefnunum er einfaldlega blandað saman í nutribullet eða blandara.

 2 dl hafrar
2 dl kókosmjólk
Karmellusteviadropar
1/2 banani
1tsk lyftiduft

Allt sett saman í nutribullet. Pamsprey á nonstick pönnu og svo bara búnar til pönnukökur. Mæli með Good Good Brand bláberjasultunni, heslihnetusmjör og/eða ávöxtum. Einstaklega gott líka með ískaffi!

kitehill

Súrdeigsbrauð með Kite Hill rjómaosti
Sem spari þá elska ég Kite Hill rjómaostinn með blaðlauknum á súrdeigsbrauð. Hann er svona matur sem maður byrjar á og það er erfitt að hætta. Hann er bæði góður eintómur eða með agúrku líka. Mæli líka með honum á maískökur, en vara ykkur við, það er mjög erfitt að hætta þegar maður byrjar.  Hann fæst í Gló fákafeni.

 

xx
Helga Diljá

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s