Jólagjafalisti

Fyrst að það styttist óðum í jólin þá ákvað ég að taka saman hluti sem ég væri til í að eignast, þó ekkert endilega í jólagjöf, til að gefa kannski einhverjum öðrum hugmyndir við sín jólainnkaup.  Ég er nú þegar búin að gera færslur um heimilið hér og förðunarvörum hér

 

jolaoskalistinn

Canon Powershot g7x Mark II 
Ég er búin að vera að dást að henni síðan í maí þegar ég byrjaði fyrst að skoða myndavélar. Hún er með þessum frábæra skjá svo það er hægt að sjá sig þegar maður tekur selfies eða video. Hún er bæði létt og lítil en samt eru myndirnar í mjög góðum gæðum, svo það er gott að taka hana með hvert sem maður er að fara. Hún er ofarlega á langflestum listum yfir góðar myndavélar og ég bókstaflega þ.r.á.i. hana.

 

nikejol.jpg

Nike Tech Fleece Karla

Þetta er ein af uppáhaldsflíkunum mínum frá nike en þessi er í ljósbláu. Ég á hana sjálf í gráu og nota hana bæði heima og í ræktinni.  Ólíkt kvennapeysunum þá rennist hún í báðar áttir sem er eiginleiki sem ég persónulega elska.

 

voluspa.jpg

Völuspa Kerti
Ég elska kerti og eru Völuspa kertin engin undantekning frá því. Þau eru bæði falleg og ilma vel. Uppáhaldsilmurinn minn er Bourbon Vanilla sem er einstaklega hentugt í ljósi þess hversu vel hann passar inn hjá mér. Ég er líka mikill aðdáandi Panjore Lychee, Baltic Amber og Prosecco Bellini. Kertin eru til í nokkrum stærðum og er á myndinni minnsta stærðin sem mér finnst fullkomin tækifærisgjöf. Fæst í Maiu á laugarvegi en í USA hér eða t.d. í Anthropologie.

 

silja
Silja Flíspeysa Cintamani
Á mínu heimili eru mjög oft mjúkir pakkar með hlýjum flíkum fyrir skíðin. Það á sérstaklega við mig, þar sem ég þarf að vera örlítið betur klædd heldur en allir aðrir því annars er mér alltaf kalt. Ég mæli með mjúku pökkunum sérstaklega ef það eru skíðaferðir framundan því þá kemur oft í ljós að það vanti kannski sokka, hanska, föðurland eða annað sem kæmi sér vel að fá í jólagjöf. Það sem mér finnst mikilvægt fyrir flíspeysur á skíðin er að hafa alls ekki hettu en ástæðan afhverju ég heillaðist af þessari er því hún er aðsniðin og rennd alla leið niður.

 

 

 

 

Promise me, dad og Shoe Dog
Eins mikið og ég elska að horfa á jólamyndir yfir jólin þá finnst mér samt ótrúlega notalegt líka að lesa góða bók. Ég ætla núna um jólin að lesa The Originals eftir Adam Grant sem ég er nú þegar búin að kaupa mér og má finna hana hér

Fyrir þá sem kannski ekki kannast við nafnið Joe Biden þá var hann varaforseti Bandaríkjanna í tíð Barack Obama og er orðaður við forsetaframboð 2020. Bromance Obama og Biden má sjá hér, veit ekki með ykkur en ég skælbrosi við að horfa á þetta myndband. Hann missti son sinn árið 2015 og er bókin um sonarmissirinn og ákvörðun hans um að fara ekki í forsetaframboðið 2016. Bókin er til minnar vitneskju ekki til á Íslandi en fæst hér

Phil Knight er einn af stofnendum Nike en bókin er um söguna hans og hvernig Nike varð að því sem það er í dag, alþjóðlegur risi. Phil stofnaði fyrirtækið með því að fá fimmtíu dollara lánaða frá pabba sínum þegar hann var nýútskrifaður úr háskóla. Bókin fær magnaða dóma. Ég er eiginlega hissa á sjálfri mér að vera ekki búin að kaupa hana og lesa hana því mig er búið að langa til þess lengi. Ég held að hún fáist ekki á Íslandi, mitt besta gisk væri Eymundsson en annars fæst hún hér

 

jolanatt.png

Náttföt frá Ralp Lauren
Ein af mínum uppáhaldshefðum er að fá alltaf í skóinn frá kertasníki ný náttföt. Þessi náttföt finnst mér falleg og klassísk. Fann þau einfaldlega á Ralphlauren.com hér

 

hljodmuffa

GoPro Windmúffa
Pabbi fékk um daginn Gopro og nokkra aukahluti í afmælisgjöf. Hljóðið í Gopro er hinsvegar ekki uppá sitt besta og eftir að hafa lesið mér mikið til og horft á að ég held óteljandi Youtube myndbönd hef ég komist að lausn sem myndi henta okkur vel. Því miður þá þarf að fjóra aukahluti og einn er bara millitengi. Það eru fleiri lausnir og sú vinsælasta er svo ótrúlega stór, önnur lausn er með bluetooth micraphone og kaupa svo vindmúffu yfir það þannig maður er með það tengt á sér sem mér lýst heldur ekki nógu vel á svo þetta er lausnin sem mér leist best á og hér eru linkarnir:
vindmúffa
kapallinn
mícrophone
hulstur

 

jolaosk

GoPro Karma Grip
Pabbi fékk Gopro Hero5 þar sem Hero6 var ekki komin út þegar hún var keypt. Núna er “stabilizer” í myndavélinni sem er ekki í Hero5 en þá kemur Karmagrip að góðum notum en munurinn er óneitanlegur þegar maður sér myndband af báðum. Karmagrip er ekki ódýrt en munurinn er þvílíkur á myndböndunum með og án þess! Muninn er hægt að sjá hér

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s