Smoothieskálar

Smoothieskálar eru klárlega minn go-to morgunmatur ef ég er stödd í stórborg og þá sérstaklega í stórborg í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því er einföld, hollur morgunmatur og oft auðvelt að finna ótrúlega góða smoothieskálastaði með hjálp internetsins, enda eru smoothieskálar oft  gott myndefni fyrir t.d. instagram. Mér líður líka alltaf betur ef fyrsta máltíð dagsins er holl og góð.

IMG_4626
Smoothieskál í Philadelphia

Ég hef á þessu ári aðeins verið að prófa mig áfram með mínar eigin smoothieskálar. Bæði grunnurinn (booztið) sem og topparnir hafa verið mismunandi en ég hef vistað nokkrar myndir af þeim sem ég hef gert núna um árið og langar að deila þeim með ykkur. Það skemmtilega við skálarnar er hvað það er hægt að gera margar mismunandi útgáfur en skálin er meiri fylling en bara smoothie/boozt. Hér er nokkrar af mínum eigin:


Þetta er einn af mínum uppáhaldssmoothieum sem er mjög góður í skálar, sem mig langar fyrst að byrja deila með ykkur:

Frosið Mangó
Chia fræ (gott fyrir meltinguna og þykkur booztið)
1/2 frosinn banani
appelsína
Zucchini
Spínat
Grænkál
Kókosmjólk
(oft gott að bæta við engifer líka)

B4C2FE79-8ACD-4432-BF92-52F90D532389.JPG

Þessi skál er með heimagerðu granóla frá Hildi Sif sem má finna hér
Ég set yfirleitt aðeins meira kakó og meiri kókosmjólk en þetta granóla er ótrúlega gott og frábært að það sé án alls hvíts sykurs. Ég toppaði það bara með jarðaberjum og banana en þessi grunnurinn er með Acai berjum sem fæst í hagkaup og er því meiri ávaxtagrunnur.

Grunnurinn er smoothieuppskriftin fyrir ofan nema ég bætti einnig við hveitigrasdufti, sem ég fann í Costco og Spirulinadufti. Skálin er síðan toppuð með poppuðu kínóa, jarðaberjum og bönunum.

Myndin er vissulega af hafragraut en vildi leyfa henni að vera með útaf toppinum sem eru jarðaber, bananar, rawnola og heslihnetusmjör blandað í kókosmjólk. Rawnola er komið úr hugmyndasmiðju Lorna Jane og eru döðlur, kókosflögur og hafrar í jöfnum hlutföllum sett í matvinnsluvél, kom mér mjög á óvart hversu gott Rawnola er.

5A34F0E4-2B6E-4014-A874-1C6A9879E91E 2.JPG

Grunnurinn að skálinni er hinn sami og fyrir ofan en hér setti ég  frosin hindber, banana, Trek bar, kókosflögur og kakónibbur.

 

Vonandi að þessar hugmyndir komi að góðum notum.

 

XX
Helga Diljá

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s