Beauty Favorites 2017: Make Up

Núna þegar árið er að enda þá langaði mig að deila með ykkur mínum uppáhalds förðunarvörum árið 2017. Færslan átti þó reyndar í upphafi að vera
Beauty Favorites 2017 með öllum snyrtivörum, en vegna mikils valkvíða þá breyttist sú færsla mjög fljótt í þrjár færslur: Make up, húðvörur og burstar. Mér finnst tilvalið að byrja á förðun en færslan um Beauty Favorites 2017 húðvörur og burstar munu fylgja fast á eftir á næstu dögum. Hér er svo mín Beauty Favorites 2017:

 

becca.jpg

Champagne Pop Highlighter – Becca
Búinn að vera minn ride or die highlighter í næstum tvö ár en Becca merkið er loksins komið til Íslands og fæst að ég held í Hagkaup og Lyf &Heilsu kringlunni.

snyrti5

Dessert Dusk Pallette- Huda Beauty
Ég keypti mér þessa í Flórída í október bókstaflega degi eftir að hún kom í Sephora og eins og þið kannski sáuð í Instagram stories í kjölfarið, þá bókstaflega kolféll ég, mjög hart og strax fyrir henni. Litirnir eru bæði djúpir og ótrúlega fallegir og fara svo vel saman en einnig er formúlan hreint ótrúleg.

beatyfavs

Better Then Sex Mascara – Too Faced
Hann gefur mikið volume og er besti maskari sem ég hef prófað frá Cruelty Free vörumerkjum til þessa. Too Faced fæst þó því miður ekki á Íslandi.

 

snyrti15

Sweetheart Bronzer – Too Faced
Keypti mér þetta sólarpúður frá TooFaced fyrir að ég held einu ári og er mest notaða sólarpúðrið mitt frá upphafi. Er með smá shimmer í því sem gefur fallegan gljáa.

 

beatyfavs2

Born This Way Foundation – Too Faced
Miðlungsþekja en er ekki of matt og er mjög fallegt á húðinni en líka auðvelt og þægilegt að farða með meikinu.

snyrti11

All Nighter Setting Spray – Urban Decay
Ég hef verið að nota þetta setting sprey aðallega við fínni tilefni í meira en ár og er mjög ánægð með það. Áttaði mig samt ekki alveg á því hversu ótrúlega gott það er fyrr en ég sá snap frá Hrafnhildi Björk sem vinnur hjá Urban Decay þar sem hún var búin að setja farða á báðar hendurnar sínar og bara setting sprey á aðra. Farðinn án settingssprey fór strax af við smá nudd en hinn hélst bara fullkominn.

 

 

 

Blush Kit Anastasia Beverly Hills
Ég fékk þennan kinnalit bara núna í desember en ég keypti hann á macys.com og lét senda til íslands. Mæli eiginlega ekki með því þar sem sendingarkostnaðurinn með tollinum var alveg frekar dýr, en hinsvegar mæli ég með þessu kinnalitakiti! Þegar ég pantaði mér hann var ég ekkert að missa mig yfir litunum og hafði kannski ekkert svo miklar væntingar, mig langaði í raun og veru bara í Cruelty Free kinnalit, en vá hvað þessi vara kom mér á óvart. Pigmentið á kinnalitunum er ótrúlegt, formúlan er mjúk og kemur mjög fallega út á húðinni.

inika
Grace Loose Powder – Inika Organics
Inika Organics kom bara út fyrst núna í September og er þetta klárlega uppáhalds varan mín frá merkinu. Púðrið er fallegt á húðinni og gerir mann ekki of mattann. Mæli með blush burstanum frá Inika með púðrinu líka, en Inika er ekki bara Cruelty Free heldur Vegan og lífrænt vörumerki líka!

 

 

Shape Tape – Tarte & Pro Concealer – LA girl
Ákvað að setja hyljarana saman en Shape Tape frá Tarte er gjörsamlega lofsamaður hjá förðunar Youtube-urum sem var ástæðan fyrir mínum kaupum á hyljaranum fyrr á árinu. Hann er algjörlega hype-sins virði en fæst þó bara í Ulta. La girl keypti ég núna bara í nóvember í Fotia en hyljarinn kostar 990kr en ég hafði mjög litlar væntingar útaf verðinu en var búin að sjá svo marga mæla með honum að mig langaði að prófa. Held það hafi fáar vörur komið mér jafn mikið á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ég er mjög “picky” á hyljara og hef prófað ófáa sem mér líkar alls ekki við. Ég myndi mæla með þessum hyljara jafnvel þó hann væri dýrari, en alveg sérstaklega í ljósi þess hvað hann er ódýr, en er samt sem áður í mjög góðum gæðum. Hylur vel og er auðvelt að blanda hann með beauty blender.

 

snyrti
Dr. Hauschka Sólarpúður
Sólarpúðrið fékk ég núna í Nóvember en er fyrsta varan sem ég prófa frá Dr. Hauschka og það olli engum vonbrigðum. Það er ekki með neinu shimmeri eins og Sweetheart frá Too Faced svo mér finnst það vera fullkomið í safnið mitt. Ekki of appelsínugult og gefur fallegan heilbrigðan lit í andlitið.  Fæst í heilsuhúsinu.

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s