Good Good Brand

Ég kynntist  Good Good Brand merkinu bara fyrst á þessu ári en Good Good Brand er heilsuvörumerki sem notar Steviu sætuefni í stað sykurs svo neysla á vörunum eykur ekki blóðsykurinn.

Ég er mikill aðdáandi karmellusteviudropana, bláberjasultunnar og súkkulaðismyrjunnar. Karmellusteviudropana nota ég í ískaffi, sem Hildur Sif, bloggari á hmagasin.is, gaf mér uppskrift að fyrr á árinu. Ég kolféll fyrir drykknum strax eftir fyrsta sopa og drakk lítið annað næstu mánuði á eftir. Þetta er svo sáraeinföld uppskrift og svo ótrúlega þægilegt að laga hann til kvöldið áður í brúsa svo hann er tilbúinn til að taka með morguninn eftir. Ég mæli þó með því að bæta klökunum við bara daginn eftir svo hann verði ískaldur þegar maður drekkur kaffið, það er nefnilega langbest þannig. Ég nota svo dropana einnig oft í stað vanilludropa í uppskriftir.

Ískaffði er fullkomið með morgunmatnum

Uppskrift:
2x Expresso
Veganmjólk (ég nota kókosmjólk úr fernu)
Karmellusteviudropar
Klakar

Bláberjasultan er svo önnur vara í miklu uppáhaldi hjá mér. Sultan og hollustupönnukökur eru draumakombo í mínum huga, en svo til að toppa það alveg að bæta við heslihnetusmjöri og jarðaberjum.

Súkkulaðismyrjan kom svo á markað bara núna í haust. Ég kláraði dolluna á innan við viku alein. Þetta er hættulega gott og er fullkomið í helgarbrunchinn eða bara eintóm með jarðaberjum

xx
Helga Diljá

 

 

Vörurnar hef ég fengið að gjöf en það hefur þó engin áhrif á skrif mín um vörurnar

 

One thought on “Good Good Brand

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s