Beauty Favorites 2017: Húðvörur

Hér kemur listi númer tvö af þrem í Beauty Favorites 2017 og núna eru það húðvörur.

snyrti3

Villimey Anti Aging Facial Oil
Olíuna prófaði ég fyrst í vor og varð strax mikill aðdáandi hennar. Ég hreinsa á mér andlitið á kvöldið en ég nota síðan olíuna í stað næturkrems. Olían er bæði rakagefandi og endurnærandi, en ég lagði rakamaskann á hilluna eftir að hafa byrjað að nota þessa vöru.

snyrti8

Blue Lagoon Andlitsskrúbbur
Ég hef átt þónokkra andlitsskrúbba í gegnum tíðina en aldrei verið alveg nógu sátt með þá. Ég prófaði svo Blue Lagoon andlitsskrúbbinn í haust og hef verið að nota hann síðan. Það sem ég elska við hann er hvað það hann sinnir hlutverki sínu einstaklega vel en það er auðvelt að skrúbba með honum og auðvelt að þrífa hann síðan af líka.

blaa.jpg

Blue Lagoon Rakakrem
Ég var að leita mér að góðu og rakagefandi rakakremi sem væri frá Cruelty Free merki í smá tíma þar til ég fann gamla prufu heima hjá mér af þessu kremi. Það er bæði mjög rakagefandi en skilur húðina líka eftir mjúka. Ég á það til að fá bólur ef krem hafa of mikla virkni en þetta er fullkomið finnst mér.

snyrti12

Ole Henriksen Rakasprey
Fer ekki út úr húsi án þess að vera með rakasprey með mér.  Frískar mann allan upp og gefur raka, sem er sérstaklega mikilvægt á veturna. Ég prófaði þónokkur rakasprey í Sephora og fannst sum ekki nógu rakamikil og þess vegna varð þetta sprey fyrir valinu en það er líka með ferskan og svolítið appelsínukenndan ilm.

laugarspa

Laugar Spa Body Mist Sweet Amber*
Varan kom út hjá Laugar Spa núna i haust. Ég er mikill aðdáandi ilmsins í öllum vörunum þeirra og þá sérstaklega þegar það kom út sem body mist. Mildur og rómantískur ilmur.

snyrti14

Blue Lagoon Varasalvi
Vegna fyrri reynslu af merkinu þá ákvað ég núna í nóvember að kaupa mér þennan varasalva þegar varirnar á mér voru bókstaflega að skrælna niður af varaþurrki. Varirnar urðu betri um leið og hann er að fara að bjarga mér í gegnum þennan vetur. Mér finnst mikill kostur líka að varasalvinn sé í túpu en ekki opinni dollu uppá hreinlætið.

snyrti9

Farmacy Makeup Meltaway Cleansing Balm
Keypti þennan hreinsi í sumar í fyrsta sinn eftir að hafa verið tekin í facial í Sephora þegar ég var að skoða mér hreinsibursta en ég varð strax frá fyrstu notkun mjög hrifin. Á kvöldin þá set ég smá af vörunni í andlitið, nudda létt með fingrunum og farðinn bókstaflega lekur af manni. Tek svo blautan bómul og þríf vöruna og farðann af. Ég nota svo auka hreinsi og hreinsiburstann til að taka dýpstu óhreinindin af. Ég hafði aldrei áður prófað svona “meltaway cleansing balm” en það er algjörlega komið til að vera í minni húðrútínu.

 

Mine Tan Moroccan & St. Tropez
Ég er mikið fyrir brúnkukrem enda fer ég ekki í ljós og er mjög hvít að eðlisfari en finnst gaman að vera brún og frískleg. Ég hafði lengi verið að nota St. tropez en kynntist svo MineTan á þessu ári og fannst það svo góð tilbreyting fyrst um sinn en núna er ég byrjuð að skipta mikið á milli brúnkukremanna.  Litirnir eru báðir mjög fallegir og gefa manni svolítinn frískleika í skammdeginu.

snyrti

Body Oil Sweet Amber*
Ég er mikið ofnæmisbarn og er þess vegna með svolítið hrjúfa húð á upphandleggjunum sem er vegna ofnæmis. Ég var eiginlega búin að sætta mig við það en síðan kynntist ég þessari líkamsolíu og ég trúði því varla þegar það batnaði. Ég ber olíuna á mér alveg undir lokin í sturtunni en olían hrindir vatninu af sér og því er í lagi að bera hana á sig inní sturtunni.

hudvorur

Hollt mataræði
Ég var svolítið tvístígandi hvort ég ætti að hafa hollt  (vegan) mataræði með,  enda í klisjukenndari kantinum, en ég áttaði mig svo á því þegar vinkona mín  hafði sérstaklega samband við mig til að spurja mig útí húðina mína, hversu mikið húðin mín hefur breyst eftir að ég ákvað að gerast vegan.  Ég hef aldrei barist við bólur eða feita húð en ég var samt frekar hvít og guggin í framan og með rauða þurrkubletti við nef og kjálka, sem nú eru alveg horfnir og húðin orðin mun meira ljómandi. Það sem seldi mér svo alveg að hollt mataræði ætti heima í færslunni er hvað húðin húðin mín versnaði núna í desember meðan ég var í prófum, en eina sem breyttist var smá aukin sykurneysla.

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s