Beauty Favorites 2017:Burstar

Þá er komið að þriðju og síðustu færslunni í röðinni í Beauty favorites 2017 og það eru burstar. Maður getur átt fallegustu vörur í heiminum en þær verða bara ekki eins ef maður á ekki réttu tækin til.

snyrti13

Morphe M439
Ég nota þennan bursta alltaf í farða og er besti burstinn í það sem ég hef prófað. Hárin eru þétt svo það kemur fullkomin áferð í hvert einasta sinn sem maður notar hann.
Hann skilur líka ekki eftir sig hár eins og ég hef lent í með bursta úr alvöru dýrahárum og í ljósi þess að hann er úr gervihárum þá dregur hann ekki jafn mikla vöru í sig. Morphe burstarnir fást í Fotiu

snyrti33

Inika Blush Brush
Ég hef átt þónokkra púðursbursta í gegnum tíðina til að setja farðann og aldrei verið jafn hrifin og ég er af þessum. Það ótrúlega er, að púður sem mér líkaði ekki við og þótti alltof matt fyrir mína húðtýpu, líkar mér við ef ég nota þennan bursta en með honum verður púðrið ekki of matt Hann er í fullkominni stærð fyrir púðursbursta til að setja farðann vel t.d. undir augun en ekki of lítill til þess að það taki of langan tíma. Inika fæst í Lyf og Heilsu Kringlunni.

 

burstar12

Inika Lip Brush
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei átt varalitabursta áður og vá hvað varaliturinn verður fallegri ef hann er settur á með varalitabursta. Algjör plús að það er hægt að ná alveg því allra síðasta úr varalitunum ef maður notar varalitabursta, sá kostur gladdi mig mikið vegna varalits sem er í miklu uppáhaldi en er limited edition.

snyrti55

Keypti þennan bursta sem hluti af Real Techniques kitti fyrir ári síðan og nota hann í Betty Lou-Manizer sem ég set yfir andlitið í lokin ef mig langar í extra-glow. Hann er örlítið stærri en blush burstinn frá Inika og er með hringlaga form, hann er líka mjög mjúkur og ertir því ekki viðkvæma húð.

morphe506Morphe M506
Burstinn er með styttri hárum og þéttari en R37 svo það kemur meira af honum en er tilvalinn til að blanda með meiri nákvæmni í globus línunni.

51317537.jpeg

Lítill fan bursti sem ég keypti í sama kitti frá Real Techniques. Hárin eru mun minni en á hefðbundnum fan bursta og er mun þéttari í sér og poppar því highlighterinn meira.

snyrti44

Þessi bursti kom mér skemmtilega á óvart en hann kemur í sér hylki. Hann er með stuttu skafti en er stór,þéttur en mjúkur, og hentar því  ótrúlega vel til að fara yfir andlitið til að koma í veg fyrir harðar línur. Gerir lúkkið fallegra að mínu mati.

burstar23

Morphe R37
Góður blender augnskuggabursti er ómissandi í augnförðun en R37 er með löngum hárum og ekki þéttur. Hann er mjúkur og auðveldur í notkun. Þó að hann sé hvítur þá næ ég alltaf öllu úr honum þegar ég þvæ hann.

M213SMALL_large

Morphe M213
Þetta er svona bursti sem maður veit ekki að maður þurfi fyrr en maður prófar hann, en ég nota hann alltaf við öll fínni tilefni fyrir highligt í augnkrókinn, á augabrúnabeinið (browbone), og fyrir ofan varirnar (the cupids bow). Hann er mjög lítill með stutt hár og þéttur í sér og gerir svo mikið fyrir förðunina enda lætur það highlightið algjörlega “poppa”

m432

Morphe M432
Hann er með stutt hár, mjög þéttur í sér og þunnur sem gerir hann tilvalinn til að setja augnskugga undir augun en svo blanda ég með öðrum bursta.

 

snyrti22

Beauty Blender
 Held það þurfi ekki að kynna Beauty Blender fyrir mörgum make up elskendum en hann hefur verið ómissandi í mína snyrtitösku í örugglega nokkur ár núna. Maður bleytir hann fyrir notkun svo hann stækkar og verður mýkri.
Áferðin sem kemur af honum er f.l.a.w.l.e.s.s en farðinn heldur algjörlega þekjunni samt sem áður. Ég nota hann alltaf hvort sem það er hversdags eða fyrir fínna tilefni til að birta upp andlitið með hyljara.

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s