Hugmyndir að hollum hádegisverðum

Það er svo auðvelt að verða verða vanafastur og detta í sama farið þegar kemur að mat og því langaði mig að deila nokkrum hugmyndum að hollum hádegisverðum sem ég hef eldað og tekið myndir af núna síðustu mánuði. Loka myndin er af snapchat og því er filterinn kannski ekki uppá sitt besta, en það breytir þó því ekki að maturinn er ljúffengur.

 

Processed with VSCO with c1 preset
Það kom mér á óvart hversu vel skálin bragðaðist, hversu einfalt það var að setja hana saman og hversu vel mér leið eftirá. 
Kálgrunnur
Tómatar
Agúrka
Kartöflur með papriku- og hvítlaukskryddi og smá salti
Ristaðar kjúklingabaunir (í hálftíma inní ofni á 180) með papriku- og hvítlaukskryddi
Grillaður aspas
Hummus frá Sóma

ecf7fae0-8bb6-423d-919c-7e2f013414f2.jpg

Ekki jafn falleg skál en bragðgóð er hún og það er það sem skiptir máli. Hægt að bæta við t.d. avakadó eða salsasósu en þetta voru einfaldleg hráefnin sem ég átti til heima þennan dag.

Kálgrunnur
Hálfur maísstöngull (setti hann inn í örbylgjuofn bara í 2-3 mín)
tómatar
kínóa
Refried Beans, bætti við taco mixi, papriku- og hvítlaukskryddi og smá salti og setti í örlitla stund inn í örbylgjuofn.

30cc4c4f-e753-4698-bea1-ee3856abe6a1.jpg

Þetta á kannski meira heima í brunch deildinni en fær að fljóta hér með.
Maltbrauð
Heslihnetusmjör þynnt út með kókosmjólk
Banani
Frosin hindber mulin niður
Kókosflögur
Hampfræ

Ég tók þessa skál með mér í nesti, mæli þó með að borða hana sem allra fyrst vegna rakans af grænmetinu á tacoflögurnar og kartöflurnar, en ég er extra viðkvæm fyrir áferð af mat.
Kálgrunnur
Edamame baunir
Tómatar
Agúrka
Paprika
Maísbaunir
Kartöflubátar með paprikukryddi
Tortilla skorin niður og rist inní ofni með tacokryddi

0A3F84B2-0874-4F3E-B02F-8A7D23241D3A.JPG

Þessi vefja var lengi hluti af nestisboxinu mínu enda einföld og góð.
Tortilla
Falafel
Spínat
Agúrka
Sætt Sinnep

7B05A3D8-C885-4DD3-9A76-6B2DA4E6703B.JPG

Ótrúlega einföld samloka en ég geri stundum kjúklingabaunasallat og hef inni í ískáp fyrir vikuna svo það tekur enga stund að setja saman samlokuna.
Maltbrauð
Kjúklingabaunasallat (kjúklingabaunirnar stappaðar, agúrka og dijon sinnep)
Eplaskífa
Spínat

IMG_4318Gríska jógúrtsósan er ótrúleg góð en eplaskífan veitir síðan pítunni aukin ferskleika. 
Ristuð píta
Spínat
Eplaskífa
Falafel
Agúrka
Kite Hill Plain jógúrt með hvítlaukskryddi, dill, kreista úr sítrónu og salt&pipar.

Vona að hugmyndirnar veiti einhvern innblástur fyrir hollum hádegismat

xx
Helga Diljá

 

One thought on “Hugmyndir að hollum hádegisverðum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s