Skíðasvæðið Dolomiti í Suður Tyrol

Ég er alin upp á skíðum og hef farið í skíðaferðir frá 6 ára aldri sem eru einar af mínum uppáhalds ferðum og minningum.
Síðustu ár hefur eitt skíðasvæði alltaf verið fyrir valinu og er það Dolomites á Ítalíu en margir Íslendingar kannast við bæinn Selva Val Gardena sem er einmitt á svæðinu. Það eru nokkrar ástæður afhverju við getum ekki slitið okkur frá þessu svæði sem mig langar til að deila með ykkur.

Skíðasvæðið er í fyrsta lagi gríðarlega stórt og það er fjölbreytt og hentar því fyrir bæði byrjendur, lengra komna og alla þar á milli. Það nær yfir ótrúlega marga bæi og því skemmtilegt að fara í ferðalög á milli svæða og kynnast þá nýjum brekkum og skálum. Það er auðvitað hægt að kaupa skíðapassa bara fyrir eitt svæði en ég mæli með því ef maður er ekki alveg byrjandi að kaupa dolomiti superski enda ótrúlega skemmtilegt að fara í ferðalög á skíðum. Það eru nokkrir eiginleikar við skíðasvæðið sem gerir það svo sérstakt og skemmtilegt að koma aftur og aftur.

dolomitisuperski

Sella Ronda
Sella Ronda er fyrirfram tilbúið ferðalag í kringum klettinn á myndinni og hægt að fara í báðar áttir en Sella Rondan er 40 km og þar af 26 km í skíðabrekkum. Það fer eftir hraða hvers og eins hvað maður er lengi að fara hringinn en mæli með því í fyrsta sinn að taka sér daginn í það og byrja snemma. Ég fer báðar leiðir á hverju einasta ári og finnst það alltaf jafn skemmtilegt, hvort sem ég geri það í stórum hóp og fer þá kannski aðeins hægar yfir með fleiri stoppum eða í keyrslu með litlum hóp.

Saslong
Þetta er og verður, að ég held, alltaf uppáhaldsbrekkan mín, allavega á þessu skíðasvæði en brekkan hefur nokkrum sinnum verið notuð í World Cup. Saslong er frá efsta punkti
2,2 km og er svört brekka. Ég verð að viðurkenna að ég fæ fiðring í magann af tilhlökkun við að skrifa um hana því ég get ekki beðið eftir að skíða niður brekkuna eftir aðeins tvær vikur. Ég stenst yfirleitt ekki mátið þegar ég fer hana að fara hana tvisvar í einu enda fátt skemmtilegra að skíða hratt niður brekkuna í einum rikk og finna fyrir mjólkursýrunum í fótunum undir lokin. Á miðri leið skiptist brekkan í svarta og rauða en ég mæli ekki með að byrjendur fari niður svörtu brekkuna enda stórhættulegt bæði fyrir þá sjálfa sem og alla aðra.

Marmolada Jökullinn
Marmolada jökullinn er frekar langt ferðalag, og þá sérstaklega ef maður er í Selva en alveg ótrúlega skemmtilegt, það getur þó verið mjög kalt enda er jökullinn 3269 metrar. Í 3269 metra hæð er ótrúlegt útsýni en eins og gefur að skilja þá er leiðin niður löng. Ég mæli eindregið með að byrja daginn á jöklinum til að komast hjá röðum en ég hef einu sinni farið hann tvisvar í röð og þá í fyrra skiptið var engin röð og í seinna skiptið þurfti maður aðeins að bíða. Það er ótrúlega fallegt á leiðinni og þetta eru brekkur sem maður fer ekki nema bara þegar maður er á leiðinni á jökulinn en það er einn hængur að lyfturnar eru svolítið gamlar en vonandi fara þeir nú að endurnýja þær.

Processed with VSCO with c6 preset

Corvara
Margir sem fara á Dolomites skíðasvæðið fara til Selva Val Gardena. Við vorum þar fyrstu árin en færðum okkur síðan yfir í smærri bæ sem heitir Corvara sem ég get alveg tvímælalaust mælt með. Það er minna mannlíf en það nú venjan að við komum frekar þreytt heim og förum snemma út svo það truflar okkur ekki. Það er þó reyndar einn mjög glæsilegur Apres Skip bar sem heitir Limurinn, mæli þó með að mæta snemma enda röð ef maður mætir í seinni kantinum. Stóra ástæðan fyrir að við skiptum um bæ er að það er sól lengur á svæðinu hjá Corvara en hjá Selva, sem er gott í janúar enda getur þá orðið frekar kalt þegar sólin fer.

Skíðaferðir eru einar af mínum allra uppáhaldsferðum enda bæði útivera og hreyfing en síðan góður félagsskapur og skemmtilegur andi yfir. Þær eru líka skemmtilegar hvort sem það er fjölskylduferð eða vinaferð, þó ferðirnar verði jú ólíkar. Það skemmtilega er að fólk getur verið á öllum stigum, frá byrjendum upp í lengra komna þar sem sumir eru þá í keyrslunni meðan aðrir skíða kannski meira á milli skála bara í Kakó með Strö og hittast svo seinna um daginn og skíða saman. Ég elska við alpanna að það er góð stemning og ákveðin menning en á myndinni hér fyrir ofan var kaldur dagur og mikill snjór og kom þá þessi stóri karlahópur sem voru með harmonikku, lúður, munnhörpu og gítar og svo sungu þeir og spiluðu gamla slagara.

Ef einhver er að spá í að fara í skíðaferð þá get ég allavega 100% mælt með að fara og ef einhver er ekki viss hvert á að fara þá get í líka 100% mælt með þessu skíðasvæði. Það skiptir þó varla máli hvert maður fer, ef maður er í góðum félagsskap þá er alltaf gaman. Ég er að fara núna í janúar og ætla að vera dugleg á mínum samfélagsmiðlum svo ég mæli endilega með að fylgja mér á Instagram eða Snapchat til að fylgjast með en á báðum miðlum er ég undir notandanafninu helgadilja.

 

 

xx
Helga Diljá

One thought on “Skíðasvæðið Dolomiti í Suður Tyrol

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s