DIY Gerum það gyllt

Mig langar til að byrja færsluna á að segja Gleðilegt nýtt ár! Ég hef ótrúlega góða tilfinningu fyrir 2018 og er spennt að hefja nýtt ár með nýjum tækifærum og upplifunum!

Í desember gerði ég lítið DIY verkefni sem mig langar til að deila með ykkur.
Ég er mikið fyrir gyllt á heimilið og langaði í gyllta myndaramma en fann enga á Íslandi svo ég sá ekki annað í stöðunni en að prófa að gera þá bara sjálf. Ég keypti þrjá ramma úr IKEA og fór í BYKO og keypti þar sprey. Ég spreyaði út í bílsskúr sem ég mæli með að gera, eða jafnvel úti þar sem kemur mikil lykt af spreyinu. Þetta kom hreint ótrúlega vel út, en ég hætti ekki á römmunum heldur hélt áfram og spreyaði litlar dósir af Völuspa kertum og svarta kertalukt líka. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel en ég notaði tvo spreybrúsa til að spreyja þetta alltsaman og á ennþá smá afgang. Ég fór tvær umferðir yfir rammana og völuspa dósirnar en þrjár yfir kertaluktina.

7F16C7F2-9A43-450A-AFB6-95A8F8CCBCE5.JPG

85DFDC37-41DB-4C7A-BC00-26330DEB857C.JPG

C48938B7-747F-4641-8BF2-AA0E1E7CA63F.JPG

 

Dósirnar voru gömul Völuspa kerti sem ég var búin að brenna en týmdi ekki að henda þeim þegar ég kláraði kertin. Mér fannst samt dósirnar ekki alveg nógu fallegar og langaði því að nýta tækifærið og prófa að gera þær gylltar. Sé ekki eftir því enda er ég mjög ánægð með útkomuna.

 

img_0346-2.jpg

Myndin er tekin áður en ég fór yfir kertastjakann með tusku, en það er mjög mikilvægt að það sé ekki kusk eða annað á hlutnum sem maður er að spreyja þar sem það verður þá fast undir spreyjinu. Eins og sést á myndinni er kertavax þarna á botninum sem ég þurfti að fjarlægja.

Ég ákvað áður en ég byrjaði að ég vildi ekki að þetta yrði fullkomið heldur að svarta mætti alveg sjást og smá rustic fýlingur. Ég spreyjaði þrisvar yfir og þetta kom mjög vel út. Það sést ekki mikið í svarta en kemur samt fallegur bragur yfir þessu því þetta átti aldrei að vera fullkomlega gert.

5E0F8971-4138-4C49-8562-C7E944147539.JPG

Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það var auðvelt að spreyja hlutina gyllta, sérstaklega í ljósi þess að svarta kertaluktin var langt frá því að vera í uppáhaldi þegar hún var svört en mér finnst hún ótrúlega falleg svona gyllt. Ég mun klárlega gera meira af þessu í framtíðinni og vona að þetta gefi einhverjum innblástur á heimilinu sínu. Ég verð líka að fá að hrósa BYKO en ég fékk svo góða þjónustu þar frá manni sem hjálpaði mér að velja litinn.

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s