Að pakka fyrir skíðaferð

Þar sem það hefur gerst þónokkuð oft að ég fái hringingar frá vinkonum mínum sem eru ekki alveg vissar hvað maður þurfi eða hvernig maður eigi að vera klæddur fyrir útivist eða skíði,  langar mig að deila með ykkur pökkunarlista fyrir skíðaferðir þar sem það er skíðaseason núna.  Listann er ég sjálf að nýta mér í mína skíðaferð sem ég er nú þegar lögð af stað í þegar þessi færsla er birt. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi en getur verið leiðbeinandi.
Það er ekkert verra en að vera ískalt þegar maður er að stunda útivist eða á skíðum svo mér finnst upplagt að byrja færsluna á þeim orðum sem ég hef alist upp við að það er betra að klæða sig úr en að vera of kalt. Þar sem það komst ekki allt fyrir á myndinni mun ég taka útivistarfatnaðinn fyrir fyrst og fikra mig svo áfram með listann en í lok færslunnar má svo finna listann í heild sinni.
cintamani

Skel*
Það er mjög persónubundið hvort að fólk vilji frekar skel eða sérstaka skíðaúlpu, mér persónulega finnst best að vera í skel og vera þá í fleiri lögum. Skelin er þá ysta lagið eða fjærsta lagið en skelin er bæði vatnsheld og vindheld. Ekki allar skelar henta fyrir skíðin en þær eru yfirleitt annaðhvort tveggja, tveggja og hálfs eða þriggja laga en þær verja betur með hverjum styrkleika. Ég mun taka með Björgu frá Cintamani með mér út sem er ótrúlega falleg og kvenleg þriggja laga skel . Hér má síðan finna skíðaúlpu.

blackfront

Flíspeysa*
Millilagið undir skelinni er síðan flíspeysa en ég mun taka með mér flíspeysuna Jónu frá Cintamani sem sést hér á myndinni. Ég mæli þó með ef ykkur verður oft kalt að bæta einnig við Primaloft úlpu en það gerði undur fyrir mig. Áður en ég eignaðist primaloft úlpu varð mér ótrúlega kalt á köldustu dögunum en fann alltaf mest fyrir því á tám og höndum og því datt mér aldrei í hug að það myndi leysa vandamálið að bæta við millilagi. Um leið og ég bætti við Primaloft úlpu þá hætti mér að verða kalt á tám og fingrum á þessum extra köldum dögum. Primaloft úlpu má finna hér

Ullarföt
Innsta lagið eru síðan ullarföt en þau má finna hér og hér. Þó þau eru þunn þá gera þau gæfumun.

Skíðabuxur
Skíðabuxur eru auðvitað nauðsynlegur partur af skíðum en er einnig snilld fyrir t.d. göngur á veturna. Það eru til allskyns týpur en það er mikilvægt að þær bæði haldi hita og að það sé hægt að hreyfa sig vel í þeim. Skíðabuxurnar fara yfir ullarbuxurnar en mér finnst best að hafa þær þykkar en það eru þó einnig til þynnri týpur Ég mun taka með mér Funa frá Cintamani.

Háir Útivistarsokkar
Það er stór hluti af því að verða ekki kalt að vera í góðum sokkum en það er best ef sokkarnir eru sérstaklega gerðir fyrir skíði en það stendur á umbúðum. Skíðasokkar ná upp kálfann ólíkt sokkum sem eru ætlaðir fyrir t.d. göngur. Getið séð gott dæmi hér. Mæli með að hafa líka fleiri en eina til skiptanna.


7583932640_IMG_0016

Lúffur með hönskum

Fyrir nokkrum árum uppgötvaði ég í fyrsta sinn lúffur með flíshönskum að innan. Þetta var algjör gamechanger í mínu tilfelli en þetta leysti algjörlega vandann minn þar sem ég svitnaði oft mikið í lúffunum en svo þegar við myndum stoppa þá myndu þær verða bæði kaldar og blautar og mér yrði kalt á höndunum. Ég var byrjuð að hafa alltaf a.m.k tvær aukalegar lúffur með í fjallið en oft þegar kuldahrollurinn er kominn í mann er erfitt að losna við hann. Það þarf þó ekki endilega að fylgja svona flíshanskar með lúffunum enda hægt að vera bara í þunnum hönskum sem passa undir lúffurnar. Á myndinni hér fyrir ofan eru einmitt Cintamani lúffur sem ég keypti fyrir þónokkru síðan sem höfðu flíshanska með (er þó ekki 100% hvort það hafi verið þessir flíshanskar eða aðrir svartir sem ég á sem fylgdu með lúffunum).

byff

Buff
Ótrúlegt en satt þá er þetta fylgihlutur sem ég fer ekki í fjallið án þess að hafa. Buff er líka til úr Merino ull sem veitir meiri hlýju en ég er alltaf með Buff um hálsinn sem ég tek síðan upp andlitið á köldum dögum til að verja andlitiði frá kulda. Hef bæði verið að nota venjuleg og Merino ull og get klárlega mælt með hvoru tveggja.

Hjálmur og Skíðagleraugu
Það er hálfótrúlegt að hugsa til þess að fyrir kannski tíu árum var það alls ekki algengt að fólk væri með hjálm. Maður sá það hinsvegar alltaf aukast með árunum og núna er það algjör undantekning að sjá manneskju á skíðum eða snjóbretti án hjálms, enda stórhættulegt að skilja hann eftir heima. Ég hef til að mynda tvisvar verið skíðuð niður af mönnum sem hafa misst stjórnina á skíðum á fullri ferð þegar ég hef verið stopp við brekkuendann en í bæði skiptin, sem betur fer, verið með hjálm og því gengið heldur ólöskuð burt frá báðum atvikum. Hjálmurinn veitir manni líka hlýju en ég hef yfirleitt ekkert undir honum. Skíðagleraugu er líka algjör nauðsyn en það er ekkert verra en að sjá ekkert vegna snjóblindu því þá tekur við svo mikið óöryggi. Mér finnst persónulega best að hafa svona gogglur enda verja þær mann einnig frá kulda. Mínar gogglur eru frá Oakley og eru keypt í flugstöðinni í Optical Studios.

jolaoskalistinn

Canon Powershot G7x Mark II*
Ég er vægast sagt spennt að taka þessa myndavél með mér út til að festa minningarnar á filmu en myndavélin var einmitt á Jólagjafalistanum mínum í ár. Fullkomin myndavél til að ferðast með enda lítil en tekur samt myndir í ótrúlegum gæðum. Það er auðvelt að læra á hana sem ég tel mikinn kost en hún er svo einnig með snertiskjá og skjáinn er hægt að taka upp. Myndavélin fæst hér hjá Origo. Ég ætla að vera mjög dugleg að taka myndir á myndavélina og deila bæði hér og á Instagram.

snyrti14heat

Varasalvi og Deep Heat
Varasalvi er algjör nauðsyn í köldu andrúmslofti en ég hef í vetur haldið mikið uppá þennan frá Blue Lagoon. Deep Heat er síðan góð lausn við bólgum í vöðvum ef þær fara gera vart við sig eftir skíðamennskuna.

bose

Bose QuietComfort heyrnatól
Þessi heyrnatól eru algjört undur fyrir einbeitingu en ég var búin að taka heyrnatól pabba míns í ótímabundið fóstur í nóvember alveg þar til ég fékk mín eigin óvænt í jólagjöf frá fjölskyldunni. Noise Cancelling eiginleikinn er hrein snilld og það  er ekkert sem fær mig til að einbeita mér betur eða læra betur heldur en þessi heyrnatól. Ég verð að viðurkenna að það kom mér verulega á óvart hvað ég nota þau mikið því ég hef aldrei átt alvöru góð heyrnatól áður, en ég nota mín daglega hvort sem það er við lærdóm eða hlusta á podcast eða tónlist sem er ástæðan fyrir því að þau koma að sjálfsögðu með í skíðaferðina

spa

Íþróttatoppur
Ég gæti persónulega ekki hugsað mér að skíða í venjulegum brjóstarhaldara en það er gott að taka nokkra íþróttatoppa með sér þó að lokafjöldi fari auðvitað eftir lengd ferðarinnar.

bakpoki

Bakpoki
Mæli með að hafa bakpoka með á skíðin en það er ótrúlega gott að geta tekið með sér ýmislegt í fjallið eins og t.d. lítið nesti fyrir millimál, vatn, sólgleraugu og aukaföt eins og hanska eða sokka.

kleenex

Tissjú
Það hefur bara svo oft bjargað manni í fjallinu að hafa tissjú, sérstaklega þar sem oft eru baðherbergin pappírslaus í fjallinu.

Hér kemur svo listinn í heild sinni en skíði eru  í sviga á listanum einfaldlega því undanfarin ár hef ég ekki átt skíði heldur leigi þau í fjallinu. Það auðveldar ferðalagið mjög enda engir stórir hlutir með í för, maður fær alltaf ný skíði og maður getur skipt um skíði á leigutímanum og verið þá á mismunandi skíðum í ferðinni sem er algjör snilld. Ég á þó mína eigin skíðaskó og tek þá með.

Með almennan fatnað þá reyni ég að hafa ekkert alltof mikið með til að hafa ekki of mikinn farangur. Við erum alltaf í íbúð sem er algjör snilld því þá þurfum við ekki að fara neitt í kvöldmat og getum bara eytt kvöldinu í kósýgallanum heima í íbúð. Ágætt að hafa í huga að það getur orðið mjög kalt á kvöldin ef maður ætlar eitthvað út og því gott að hafa hlýjan fatnað eins og húfu og hlýja skó.

Þegar kemur að snyrtivörum þá reyni ég að taka með eins lítið og ég get, sem eru svo auðvitað tvær stútfullar snyrtitöskur. Ég skil þó augnskugga, augnhár og allt slíkt eftir heima og tek bara eitt stykki af hverri snyrtivöru þar sem það er hreint ótrúlegt hvað snyrtivörur geta tekið mikið pláss og vigtað mikið.


Útivistarfatnaður

Skel
(Primaloft úlpa)
Flíspeysa
Ullarpeysa
Ullarbuxur
Skíðabuxur
Sokkar – nokkur pör
Vettlingar – myndi hafa eina a.m.k til skiptanna
Buff
Skíðaskór
(Skíði)
Bakpoki
 

Tæknin
Myndavél

Heyrnatól
Talva / Ipad
Sími
Hleðslutæki

Snyrti- og hárvörur
Varasalvi
Meik
Hyljari
Púður
Sólarpúður
Kinnalitur
Highlighter
Maskari
Förðunarburstar
Setting Sprey
Ilmvatn
Svitalyktaeyðir
Melting Cleansing Balm
Cleanser
Næturkrem/Næturolíu
Andlitsskrúbbur

Rakakrem
Brúnkukrem
Hárbursti
Dry Shampoo
Hárolía
Sjampó&hárnæring í travelsize
Teygjur og spennur
Rakvél Fatnaður
Sundföt ef það er spa á hótelinu

Gallabuxur
Kósýbuxur
Kósýpeysa
Bolir eða Skyrtur
Peysa
Hlý Yfirhöfn (getur verið skíðafatnaðurinn)
Nærföt
Sokkar
Hlýir skór
Húfa
Trefill
Hanskar
Náttföt

Annað
Sótthreinsi í Travel Size

Deep Heat
Magnesíum
Fjölvítamín og Probiotics
Tannbursti og tannkrem
Tissjú
Bómull

Nuddbolti fyrir þreytta vöðva
Sólgleraugu fyrir stoppin í fjallinu
Nesti fyrir flugið
Vatnsbrúsi


Eins og áður sagði er listinn ekki tæmandi en ég væri mjög til í að heyra hvort að það sé einhver snilld sem þið takið með sem er ekki á listanum!

Annars ef þið eruð á leiðinni í skíðaferð langar mig að óska ykkur góðrar ferðar og góðrar skemmtunar, þetta eru skemmtilegustu ferðirnar!

XX
Helga Diljá

*Varan sem um ræðir er hluti af samstarfi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s