Skíðaferð á Ítalíu

 Ef þið eruð að fylgja mér á samfélagsmiðlum þá hafiði eflaust tekið eftir að ég var í skíðaferð á Ítalíu. Við komum heim núna um helgina en ferðalagið byrjaði á fimmtudegi þar sem flogið var til Munchen og síðan keyrðum við yfir til Corvara in Badia í Suður Tyrol, en keyrslan tók um fjórar klukkustundir. Í Corvara var notið útiverunnar, félagsskapsins og skíðamennskunar en í samstarfi við Origo var myndavélin Canon Powershot G7x Mark II með í för, en sú myndavél er búin að vera draumamyndavélin mín í mjög langan tíma. Ég var með mjög háar væntingar fyrir myndavélinni en hún fór samt sem áður langt fram úr öllum mínum væntingum. Gæðin eru ótrúleg, þægilegt að ferðast með hana og auðvelt og fljótlegt að ná í myndirnar í símann með Canon appinu. Myndavélin er einnig með snertiskjá sem auðveldar margt. Eitt af allra skemmtilegustu ferðunum eru skíðaferðir enda ómetanlegt að geta notið bæði útiveru og hreyfingu í fallegu umhverfi, og því er ótrúlega dýrmætt að geta fest minningarnar á filmu í svona góðum gæðum. Mig langar til að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferðinni sem voru allar teknar með myndavélinni. En ef þið viljið lesa nánar um skíðasvæðið er færsla um það hér

a7a4a852-e670-4bb8-911e-57a3258aba71

Processed with VSCO with c2 preset

Þar sem veðrið var ekki að vinna með okkur síðasta daginn var ákveðið að skella öllu ofan í tösku og keyra norður til Munchen og eyða deginum í borgarrölt. Það var kíkt í búðir en það sem stendur uppúr var veitingastaðurinn þar sem við borðuðum um kvöldið, en þar sem allir voru komnir með nóg af pizzu og pasta varð víetnamskur veitingastaður fyrir valinu. Um leið og gengið var inn um dyrnar hófst dásamleg upplifun af þessum veitingastað sem ég mæli eindregið með að allir geri sér ferð á ef leiðin liggur til Munchen. Veitingastaðurinn heitir Banyan. Ég fékk mér sjálf Tofunúðluskál sem var ótrúlega fersk og góð en mun panta mér næst fried rice þar sem hrísgrjónin á einum réttinum voru þau allra bestu sem ég hef nokkurn tíman smakkað. Það var sér grænmetismenu sem var með miklu úrvali sem staðurinn fær sérstakt hrós fyrir frá mér.

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s