Árshátíðamoodboard

Fyrirpartý, kjólar, hælar, jakkaföt og glits&glamúr er allt partur af þessu skemmtilega seasoni sem er að byrja núna, Árshátíðarseasoninu. Undirbúningur fyrir viðburði eins og árshátíðir er svo stór partur af skemmtuninni, svona svipað eins og jólin eru ekki bara aðfangadagskvöld heldur fer allur desember í undirbúning, og við köllum yfirleitt allan desember jólin. Að sjálfsögðu fer þó ekki heill mánuður í undirbúning fyrir árshátíðir en þó kannski örlítið meiri tími heldur en bara fyrir venjulegt kvöld út á lífinu. Það er eitthvað svo sjarmerandi og skemmtilegt þegar fólk kemur saman í sínu allra fínasta og eyðir yndislegu kvöldi saman að hlæja, dansa og bara að hafa gaman . Ég persónulega get ekki beðið,og hef meira að segja valið mér kjól en yfirhöfn og skór er enn í vinnslu. Mig langar til að deila með ykkur smá Moodboard með nokkrum myndum af Pinterest og Instagram fyrir fyrirpartý, outfit, yfirhafnir, hárgreiðslu og farðanir. Fyrst koma fyrirpartýin þar sem gyllt er áberandi enda einstaklega fallegur litur í myrkrinu sem fylgir febrúar og er bæði klassísk og falleg skreyting. Næst koma outfitin þar sem eru jakkaföt, svartur litur og glimmer. Þar á eftir eru jakkarnir sem urðu óvart allir Faux Fur en ég ákvað að það væri leyfilegt þar sem það er svo gott að hafa hlýja yfirhöfn í veðurfarinu sem Ísland hefur uppá að bjóða á veturna. Þar næst eru svo hárgreiðslurnar en Stórar Hollywood/Victorias Secret krullur eru alltaf bæði elegant og fallegar en þá sérstaklega við sérstök tilefni,en þær verða líklega fyrir valinu hjá mér þennan febrúar. Að lokum koma þrjú uppáhalds förðunarlúkkin mín þessa stundina en þau eru dökk augnförðun við nude varalit, glóandi förðun og förðun með björtum rauðum möttum varalit.

Elska töskuna til hægri

maxresdefault.jpg

Þetta eru engar Hollywood krullur en um leið og ég sá Desi Perkins með þessar krullur á Snapchat þá langaði mig að finna tilefni og outfit fyrir þessa hárgreiðslu.

Þetta er svo skemmtilegur tími þegar það er nýtt ár að byrja og dagarnir eru loksins alltaf að lengjast að þá koma árshátíðirnar og maður sér vini sína, hvort sem það er á myndum eða í persónu, í sínu fínasta að njóta sín og skemmta sér. Sama hversu mikill eða lítill undirbúningurinn er, eða hversu skemmtilegur manni finnst hann,  þá er það eina sem á að skipta máli allt þetta kvöld að bara einfaldlega að hafa nógu gaman og eignast eftirminnilegar minningar!

 

 xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s