Lúxusgrautur með jógúrti & Sweet Like Syrup

 Morgunmatur er klárlega mín allra uppáhaldsmáltíð og er alls ekki takmörkuð við morgna hjá mér.  Hafragrautur er oftast fyrir valinu á virkum dögum enda svo ótrúlega góð fylling inn í daginn en það er hægt að útfæra hann á óteljandi vegu. Eftir að hafa uppgötvað snilldina sem vegan jógúrt er út á Ítalíu fannst mér tilvalið að prófa jógúrt ofan á grautinn sem heppnaðist mjög vel. Útkoman varð grautur með jógúrt, epli, appelsínum, poppuðu kínóa, söxuðum möndlum og til að toppa það allt saman, Sweet Like Syrup frá Good Good Brand. Sweet Like Syrup er nýjung frá Good Good Brand sem er vegan og smakkast alveg eins og hlynsíróp en er þó sykurlaus enda notuð Stevia.
Good Good Brand er líka íslenskt fyrirtæki sem íslendingnum í mér finnst alltaf mjög skemmtilegt en ég hef gert færslu með nokkrum uppskriftum með vörum frá fyrirtækinu sem má finna hér. Mig langar til að deila með ykkur þessum snilldarmorgunverð sem verður endurtekinn gestur í mínu eldhúsi.

 

Uppskrift
1 dl hafrar (tæplega)
1 dl kókosmjólk
smá salt
vegan jógúrt
1/2 epli
appelsína
poppað kínóa
möndlur
Sweet Like Syrup

Setjið hafra, kókosmjólk og smá salt í skál og inní örbylgjuofn í eina mínútu á HIGH. Hafragrauturinn á að vera þykkur en getið bætt við kókosmjólk eftir smekk. Skerið niður hálft epli, appelsínu og saxið möndlurnar. Hellið jógúrt ofan á grautinn og toppið með epli, appelsínu, möndlum, poppuðu kínóa og Sweet Like Syrup. Njótið síðan vel!

Þetta er áferðin sem mér fannst fullkomin þar sem jógúrtin fer ofan á en hann er heldur þykkari en hafragrautur er almennt.

ec2ad405-c33a-4692-ad73-5cb46deb42e6.jpg

 

 

xx
Helga Diljá

*Sweet Like Syrup fékk ég að gjöf
**Allar myndirnar í þessari færslu eru teknar með Canon Powershot g7x Mark II sem fæst hér hjá Origo.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s