Loksins komnar myndir í stofuna

Loksins eru komnar myndir í myndarammana í stofuna mína en í færslu núna í Janúar var DIY verkefni þar sem svartir myndarammar voru spreyjaðir gylltir og eru núna, eins og áður sagði, loksins komnar myndir í ramanna. Myndirnar eru frá vefsíðunni Desenio.com. Þar sem Desenio sendir því miður ekki til Íslands lét ég senda plakötin á hótelið okkar á Ítalíu, en þau senda þó til landa út um allan heim Athugið þó ef þið ákveðið að panta af síðunni að þau senda ekki til allra landa á heimilisfangið heldur stundum á pósthúsið, þetta á við t.d. um Bandaríkin. Það er þó hægt að hafa samband við þau á Facebook (þau svara fyrr þar en í tölvupóst) og athuga með viðeigandi land fyrirfram.

Desenio er með ótrúlega mikið og flott úrval af plakötum en til að velja úr setti ég sjálf nokkur skilyrði. Þetta yrðu að vera þrjú plaköt í röð í stæðinni 50×70, máttu ekki taka of mikla athygli af rýminu, þyrftu að passa öll saman, vera hlýleg og hafa tengingu við mig sjálfa. Þessi þrjú urðu fyrir valinu hjá mér og er ég hæstánægð enda gera ótrúlega mikið fyrir litlu stofuna mína sem er hægt og rólega að taka á sig mynd.

Processed with VSCO with hb2 preset

Þó að upphaflega hafi ætlunin einungis verið að taka þrjú plaköt fékk eitt að fljóta með sem mér fannst of fallegt til að taka ekki með heim en alparnir eiga auðvitað stað í mínu hjarta.

24F61EA0-B500-4B3A-9778-066D18957492.JPG

Eins og áður segir er úrvalið af plakötum á Desenio ótrúlega breitt og flott og því tók langan tíma að velja þessi fjögur úr. Við valið fann ég svo mörg falleg plaköt sem mig langar til að deila með ykkur.

 

 

 

 

 

 

 

desne

desenio

xx
Helga Diljá

 

 

*Myndirnar heima eru teknar með Canon Powershot g7x Mark II sem er hluti af samstarfi við Origo sem fæst hér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s