Obsessed with lately

Ég verð að viðurkenna að mér finnst hreint ótrúlegt að við séum komin inní miðjan febrúar árið 2018 þar sem ég er ennþá að skrifa 2017 á allar dagsetningar. Það hversu ótrúlega hratt tíminn er að líða hefur samt verið ágætis áminning á að stoppa aðeins til að vera og njóta í núinu.  Ég er sjálf rétt að rífa mig uppúr miklum slappleika eftir sýkingu eftir endajaxlatöku en hef núna síðustu vikur verið öll að koma til og orðin hress. Mig langar hér til að deila með ykkur smá lista yfir hlutum sem ég hef verið ,,obsessed with lately”.

 

bose1

Bose Soundbar
Þetta soundbar frá Bose er nýjasta tækniviðbót heimilisins og er hljóðið hreint út sagt ótrúlegt. Ég trúði því varla sjálf en það er mun skemmtilegra að horfa á sjónvarp með alvöru hljóðgæðum og síðan er algjör snilld að geta tengt símann við það og hlustað á tónlist.

spinnikng

Morgunæfingar
Hélt að ég yrði nú seint manneskjan til að mæla með morgunæfingum þar sem mér hefur fundist morgunæfingar nær ómannúðlegar, erfitt að vakna og ef ég myndi mæta væri ég bæði þreytt og eitthvað hálfpartinn ómöguleg. Hinsvegar um leið og ég horfði á það að vakna snemma og byrja daginn minn snemma myndi láta mér líða vel hvort sem ég tæki morgunæfingu eða ekki þá breyttist allt. Þetta er frekar nýleg breyting á hugarfari en hefur reynst mér mjög vel hingað til og vonast til að halda þessu áfram. Það að hafa þessa ástæðu á bakvið það að vakna snemma, það að mér muni líða vel af því, hefur leitt til þess að ég er búin að vakna á bilinu 5:30-6:30 núna alla virka daga síðan, jafnvel þó ég hafi ekki haft tíma til að taka morgunæfingu þann morguninn og í staðinn þá bara byrjað að læra. Ég hef getað komið miklu meira í verk og ég tel þetta ótrúlega jákvæða breytingu í mínu lífi sem ég ætla klárlega að halda áfram með.

 

 slokun.jpg

Slökun Magnesíum
Þetta eru góðir endurfundir en Slökun var einu sinni alltaf liður í minni kvöldrútínu. Magnesium hjálpar vöðvunum að slaka á og kemur í veg fyrir krampa og stífleika og er mikilvægt fyrir t.d. liðleika. Gæti verið huglægt en finnst það hjálpa mér líka bara við að slaka á fyrir svefninn en síðan er sítrónubragðið líka bara svo gott.

 

 

 

 

Popp og Hockey Puver
Sem dyggur Hockey Pulver aðdáandi get ég ekki staðist neitt með Hockey Pulver og er þetta kombo engin undantekning. Sá þetta fyrst hjá Camillu á instagram fyrir alveg þónokkru síðan en hef ekki viljað slíta mig frá þessu kombo síðan þá.

kerti.jpg
Kerti
Fátt meira kósý í skammdeginu heldur en að kveikja á kertum og hafa það huggulegt.

 

urban-decay-24-7-glide-on-lip-pencil-unicorn.jpeg

Urban Decay Unicorn Lipliner
Keypti mér þennan að mig minnir seint í desember og hefur verið mikið notaður síðan þá. Finnst bleikar varir yfirleitt ekki klæða mig en hann er svo mildlega bleikur að hann kemur mjög vel út með mörgum mismunandi varalitum. Hann er orðinn algjör stubbur eftir mikla notkun en verður klárlega endurnýjaður. Þetta er fyrsti Urban Decay varablýanturinn minn og reyndar bara fyrsti Cruelty Free varablýanturinn minn yfir höfuð. Ég er mjög ánægð með formúluna sem er bæði “creamy” og þekur vel svo ég mun klárlega prófa fleiri liti.

 

thisisus.jpg

This is Us
Ég byrjaði á þessum þáttum og ég bókstaflega bara gat ekki hætt. Þessir þættir eru svo ótrúlega hjartljúfir og manni líður smá eins og þau eru bara manns eigin fjölskylda. Klárlega mínir uppáhaldsþættir af þeim sem er í gangi núna.

 

 

 

 

Kite Hill / Oatly
Ég hef svo heldur betur fengið að kynnast að manni langar alltaf í það sem maður getur ekki fengið núna uppá síðkastið. Kite Hill Chive rjómaosturinn var í miklu uppáhaldi hjá mér og fannst mér mjög mikil synd að sjá hann fara en um jólin kynntist ég Oatly sem var ágæt sárabót. Hef síðan ekki fundið Oatly rjómaostinn síðan um áramótin þrátt fyrir að athuga í hvert einasta sinn sem ég fer í búð þannig þetta er klárlega orðið mission að fá annanhvorn (helst báða) inní mitt eldhús aftur.

xx
Helga Diljá

 

*Þessi færsla er ekki kostuð né fengust neinar vörur að gjöf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s