Pizza á Blackbox

Núna í febrúar var mér og vinkonum mínum boðið á nýja pizzastaðinn Blackbox sem er staðsettur í Borgartúninu, en þar áttum við ótrúlega kósýstund á þessum flotta veitingastað. Blackbox opnaði núna í janúar en það sem er einstakt við staðinn er að pizzan er útbúin beint fyrir framan mann.

 Ég ákvað að skipta minni pizzu til helminga og fá mér einn helming með vegan ost og hinn án ost en ég fékk mér einnig sveppi, hvítlauk og grænar ólífur. Ég hef hingað til ekki verið mesti aðdáandi vegan ostar á pizzur en þessi bragðaðist mjög vel og mun klárlega vera álegg á minni pizzu við næstu heimsókn.  Osturinn tók ekki yfir bragðið á pizzunni eins og mér finnst oft verða með vegan ostinn en var samt mjög gott ostabragð af honum svo ég mæli með honum. Pizzabotninn sjálfur er síðan gerður úr súrdeigsbrauði en það kom líka á óvart hvað pizzan varð fljótt tilbúin.
Það var einnig hægt að setja toppa á pizzuna sem mér fannst mjög skemmtilegt concept og mun örugglega prófa við tækifæri enda var þetta fyrsta heimsókn af mörgum.

Processed with VSCO with c2 preset

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s