Árshátíðarlookið

Síðasta föstudag var árshátíð laganema sem var haldin í Gamla bíó en það er langt síðan að ég skemmti mér jafn vel. Það er alltaf sérstaklega gaman þegar það koma allir saman extra fínir. Eins og ég sagði frá í Árshátíðamoodboard var ég búin að panta mér pallíettukjól sem kom því miður gallaður svo ég ákvað að skila honum. Hófst þá leit eftir nýju outfitti en leitin stóð yfir þar til hálftíma áður en ég mætti í fyrirpartýið. Samfellan varð fyrst fyrir valinu þar sem ég kolféll fyrir henni um leið og ég sá hana á Asos. Þar sem samfella var fundin og ég búin að vera rosalega veik fyrir jakkafatatrendinu þá fannst mér það tilvalið fyrir árshátíðina að fara í jakkafötum. Leitin að jakkafötum sem pössuðu við samfelluna gekk þó ekki alveg jafn vel og ég hafði vonast til. Engin jakkaföt voru komin í hús á árshátíðardaginn svo ég endaði á að blanda saman jakkafatabuxum sem ég átti fyrir og jakka sem ég bókstaflega hljóp að kaupa hálftíma fyrir fyrirpartýið. Ég var samt mjög ánægð með útkomuna og þar sem ég er aðeins meira fyrir buxur en pils og kjóla held ég að gallaði kjóllinn hafi verið lán í óláni.

 

Sundbolur: River Island frá Asos
Jakki: Zara
Buxur: Gk Reykjavík
Skór: River Island frá Asos
Eyrnalokkar: HM

Þar sem það var vetrarfrí í skólanum byrjaði ég daginn á að fara í ræktina og fór svo hægt og rólega að dúlla mér við að gera mig til. Ég hef oft sagt að það er stór hluti af skemmtuninni fyrir mér að gera mig til og því elska ég þegar ég hef nægan tíma og þarf ekkert að drífa mig, jafnvel kveikja á kertum og setja þætti í gang, sem var akkúrat sem ég gerði þann daginn. Mig langar til að deila með ykkur hárvörunum og snyrtivörunum sem ég notaði fyrir kvöldið, en vonandi getur það nýst við ykkar árshátíðarundirbúning.

.

Í síðustu viku byrjaði ég að nota Diamond Dust* Shampo og hárnæringu frá Label M og finn þvílíkan mun á hárinu mínu en það er orðið mun heilbrigðara og orðið mjúkt með glans. Eftir að hafa notað þær vörur í sturtunni  spreyjaði ég Blow out Spreyinu* frá Label M yfir hárið til að fá meira volume fyrir kvöldið. Blés síðan hárið og lét Texture Volume Spray* í rótina og blés smá aftur yfir það með blásaranum. Krullaði síðan hárið með Rod VS4*  frá HH Simonsen en þegar ég var búin að krulla hárið fór ég yfir það með hárbursta til að hrista aðeins upp í krullunum en því næst tók ég nokkra einstaka litla lokka og krullaði þá sérstaklega en mér finnst það koma einstaklega vel út og hárið verður meira “wild”.

Fyrir förðunina byrjaði ég á Primer frá Urban Decay sem heitir Quick Fix* og er í spreyformi. Í andlitið notaði ég Becca Ultimate Coverage Foundation, Shape Tape frá Tarte sem hyljara, Tarte púður til að setja farðann, Sweetheart Bronzer frá Too Faced og Hustla Baby frá Fenty Beauty sem highlighter. Fyrir augun þá byrjaði ég að primea augun með Primer Potion* frá Urban Decay og notaði svo Nefertiti úr Dessert Dusk Pallettuni frá Huda Beauty með Faith og Lockout úr Naked Ultimate Basics* Pallettunni frá Urban Decay og highlighterinn Hustla Baby í augnkrókinn. Augnhárin voru Queen Bees frá Koko Lashes. Á vörunum var ég svo með varablýantinn Unicorn frá Urban Decay með glossnum Over The Top frá Dose of Colors. Spreyaði að lokum yfir andlitið með All Nighter frá Urban Decay.  Allar hár- og snyrtivörurnar eru að sjálfsögðu Cruelty Free.

IMG_4317

Vona að þið njótið árshátíðarseasonsins og að þessi færsla geti kannski hjálpað við einhvern undirbúning

xx
Helga Diljá

 

 

 

*Færslan er ekki kostuð en stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s