Árshátíðin the aftermath

Eins ótrúlega skemmtilegt og það var á árshátíðinni þá kom upp eitt leiðinlegt atvik þar sem ég missti símann úr höndunum á mér svo hann hentist upp í loft og endaði síðan sem betur fer á gólfinu en ekki á einhverjum á dansgólfinu. Afleiðingarnar voru því miður mölbrotinn skjár á símanum mínum eins og sést á myndinni, en ég er svo heppin með vinkonur að ein þeirra minnti mig strax á að þetta væri bara hlutur og við ættum nú að halda áfram að skemmta okkur. Það var nákvæmlega það sem ég gerði og átti mjög skemmtilegt kvöld en hinsvegar þá hafði þetta mikil áhrif á komandi viku. Ég sá mjög illa á símann sem var yfirhöfuð frekar þreytt en sérstaklega þar sem ég vinn allar myndir í símanum mínum þá þurfti ég alltaf að vera að senda á milli símans og ipadsins til að sjá myndirnar vel sem var alveg ótrúlega tímafrekt. Ég  er einnig með stríðssár eftir þessa einu viku með brotinn skjá þar sem glerbrotin á skjánum voru alltaf að losna upp og enduðu í puttunum mínum. Ég  er einnig með stríðssár eftir þessa einu viku með brotinn skjá þar sem glerbrotin á skjánum voru alltaf að losna upp og enduðu í puttunum mínum.DSC032103.jpg

Sem betur fer kom Icephone til bjargar en þeir eru staðsettir í Kringlunni við hliðina á Te og Kaffi, á milli Stjörnutorgs og bíósins. Heimasíðuna þeirra má finna hér en þjónustan hjá þeim kom mér verulega á óvart því hún var hreint út sagt frábær. Ég mætti með símann minn á föstudagsmorgni en ég hafði tvenn erindi í Kringlunni og bjóst við því að viðgerðin gæti tekið allan daginn. Annað kom heldur betur í ljós þar sem mér var sagt að koma eftir hálftíma. Eftir hálftíma var síminn minn tilbúinn með glænýjan skjá og ég labbaði út í skýjunum með þessa snöggu viðgerð. Maður áttar sig betur á því hvað síminn er stór partur af lífi manns þegar hann virkar ekki alveg eins og hann á að gera, og hvað það er mikilvægt að hafa hann í réttu standi. Ég get 100% mælt með Icephone fyrir viðgerðir en þeir gera ekki bara við skjái heldur einnig við rafhlöður, báðar myndavélarnar á símanum, volume takkann, power takkann og fleira.

 

xx
Helga Diljá

 

 

*Færslan er gerð í samstarfi við Icephone

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s