Dagur með Safari Quad

Í síðustu viku áttum við Alda vinkona ótrúlega skemmtilegan dag í fjórhjólaferð með Safari Quads. Heimasíðuna þeirra má finna hér með ferðunum sem þeir bjóða uppá en við fórum í túr sem heitir Twin Peaks en það má lesa um túrinn hér. Við mættum uppí Quad Safari sem er rétt hjá Bauhaus korter á undan ferðinni okkar sem byrjaði klukkan 13:30. Þar fengum við allan fatnað en við fengum hjá þeim snjógalla, regnföt, vettlinga og hjálm en vorum sjálfar í föðurlandi og flíspeysu innan undir en þetta var vindamikill dagur.

Processed with VSCO with hb2 preset

Ég tók að sjálfsögðu með myndavélina Canon Powershot g7x Mark II frá Origo enda svo auðvelt að ferðast með hana. Myndirnar úr ferðinni eru allar teknar með henni og eins og þið sjáið þá kom skjárinn sem hægt er að taka upp til að sjá sig fyrir selfies að mjög góðum notum þennan daginn. Ég hafði myndavélina til skiptis í bakpokanum og vasanum enda er hún svo lítil og nett.

FB7B2084-DA47-4759-9628-CBAFCC41AB1F.JPG

Við byrjuðum á því að keyra út úr bænum smá hring, síðan fórum við upp hafrafjall, keyrðum síðan meðfram hafravatni og svo heim. Ég hafði smá áhyggjur af öllum snjónum og hvernig það myndi vera að keyra í honum en snjórinn gerði ferðina bara eftirminnilegri fyrir vikið. Við festumst nokkrum sinnum á leiðinni upp Hafrafjall en fjallið var búið að vera ófært í viku þegar við fórum svo það hlýtur að teljast bara nokkuð gott að festast bara tvisvar.

Við hlógum mjög mikið þennan daginn en við höfðum hvorugar áður ekið fjórhjól og gekk það samt bara eins og í sögu. Þetta var frábær dagur og mjög gaman að gera þetta tvær, en örugglega líka æðislegt í stærri hóp, eins og fyrir árshátíðir vinahópa.  Í alla staði frábær útivera og góð minning. Ég er að vinna myndband úr ferðinni sem mun svo koma von bráðar.

342EE7A9-8A96-4B34-A4BC-1B089835B797.JPG

EDE7757C-A718-4F3C-ADE6-15DBAD5D10AE.JPG

04A152ED-BD3D-400A-A0B2-423CF31DAF86.JPG

 

 

xx
Helga Diljá

 

*Færslan er unnin í samstarfi við Safari Quads
*Allar myndir í færslunni eru teknar með Canon Powershot G7x Mark II sem er í samstarfi við Origo

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s