Spring Favorites

Það er loksins byrjað að vora og mig langar til að nýta tækifærið og deila með ykkur mínum Spring Favorites. Sumt er ég buin að vera að nota lengi og annað var ég bara að kynnast núna rétt fyrir helgi en er dolfallin fyrir og bara veit að ég mun koma til með að nota mikið í vor. Myndirnar eru allar teknar með myndavélinni Canon Powershot g7x Mark II frá Origo sem ég er varla búin að leggja frá mér síðan hún varð mín. Hún er svo lítil og fullkomin í svona mission út af Canon appinu svo ég er enga stund að fá myndirnar í símann til að geta unnið þær.

Marc Inbane ferðasettið*
Þetta er búið að vera mitt uppáhaldskombó í u.þ.b mánuð núna. Ég spreyja bara á morgnum sem mig vantar frískleika og dreifi með burstanum – leyfi því að bíða aðeins meðan ég t.d. klæði mig og fer svo yfir andlitið með blautum bómul. Mér finnst þetta gefa fullkominn frískleika og brúnkukremið blandast ekki í meikið eins og ég hef lent í með öðrum brúnkukremum með hanska. fæst hér

Processed with VSCO with c2 preset

Urban Decay All Nighter Concealer
Þessi hyljari er búin að vera ástæðan fyrir síendurteknum ferðum mínum í Hagkaup síðan í desember þegar ég frétti fyrst að hann væri væntanlegur til landsins.  Ég keypti hann bara fyrir helgi en hann er algjör negla. Hann bæði þekur vel og blandast vel. Ég tók hann í fair warm en mun líklega taka hann næst í einum lit fyrir ofan næst.

becca.JPGBecca Shimmering Skin perfector í litnum Topaz
Ég er mikill aðdáandi full coverage farða en finnst samt svo fallegt að þinna þá út og nota þá dekkri vöru en þá get ég líka stjórnað litnum á farðanum miðað við brúnkukremið. Ég hef verið að leita að hinni fullkomnu Cruelty Free vöru í þetta mission og ákvað að prófa þennan fljótandi highlighter frá Becca og hann kemur mjög fallega út! Húðin ljómar svo fallega þegar maður blandar highlighternum í farðann.

urbande.JPG

Urban Decay Heavy Metal Glitter Eyeliner í litnum Midnight Cowboy
Þetta er hin fullkomna vara til að poppa upp augnförðun en ég hef verið spurð um eyelinerinn í bókstaflega hvert einasta sinn sem ég hef notað hann. Svo er líka svo auðvelt að setja hann á sem er algjör plús!

IMG_6873_Facetune_19-03-2018-18-09-33.JPG

Green Clean Farmacy
Þessi vara er ég búin að nota á hverjum einasta degi í næstum ár núna. Maður setur bara smá á puttana og nuddar létt yfir andlitið og farðinn bókstaflega bráðnar í burtu. Nota alltaf til að taka mesta farðann af og hann tekur meira að segja maskarann líka! En nota svo hreinsibursta og froðu eftirá til að ná alveg öllu af.

IMG_6050_Facetune_11-03-2018-15-23-45.JPG
Pandora hálsmen*
Rósagyllt hálsmen sem er svo fullkomið núna í vor og reyndar við allar aðrar árstíðir líka. Hef verið með annaðhvort hálsmenið eða eyrnalokkana alla daga síðan ég fékk það enda alveg í skýjunum með þetta sett frá Pandoru.

 

 

 

 

 

 

 

*Varan var fengin að gjöf

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s