Uppáhaldsréttirnir mínir á Gló

Hvort sem að ég hef lítinn tíma og langar til að taka með mér mat heim eða hef nægan tíma og vil bara eiga ljúfa samverustund með vinkonum mínum yfir hollri máltíð er Gló algjörlega minn to go staður.  Mér finnst alltaf jafn ljúft að koma þar með vinkonum mínum hvort sem það er á virkum eða um helgar og það er ekkert leyndarmál að þetta er maturinn sem ég tek oftast með í Take Away. Þar sem ég er fastagestur á staðnum hef ég prófað ýmislegt á matseðlinum og á algjörlega mína uppáhaldsrétti. Mig langar til að deila með ykkur mínum uppáhalds vefjum og skálum af Gló en það sniðuga er að maður getur valið hvort maður vill kjúkling eða oumph.

 

Mexíkóvefjan með Oumph
Þessi vefja er búin að vera lengi í miklu uppáhaldi og hefur svo oft verið í Story hjá mér að vinkona mín spurði mig þegar ég hitti hana á Gló ,, ertu mætt að fá þér mexikóvefjuna með Oumph?”.  Í vefjunni er salatblanda, hrísgrjón, kjúklingur/oumph, svartar baunir, maískorn, spicy tómatsalsa, spicy mæjó, guacamole og nachos. Þetta er svo fullkomin máltíð og maður verður svo þægilega saddur eftir vefjuna. Finnst það segja mikið að meira að segja besta vinkona mín sem er alltaf ósammála mér um mat pantar hana líka næstum alltaf!

Sportskálin með Oumph
Það gerist stundum að mig langar til að breyta til frá mexíkóvefjunni og þá verður Sportskálin oft fyrir valinu. Í sportskálinni er salatblanda, heilhveiti pasta, sætar kartöflur, vatnsmelónur, kjúklingur/oumph, pestó, ristaðar kókosflögur. Ég sjálf skipti sætu kartöflunum út fyrir meira grænmeti en pestóið á gló er það allra besta. Langar alltaf næstum í aukalega skál bara með pestóið til að borða það sér og eintómt.

Thaiskálin með Oumph
Ef mig langar í meira sallat þá verður þessi skál fyrir valinu enda mjög fersk og góð. Í henni er kálgrunnur, grænmetisspaghetti, thaisalat, avocado, edamame baunir, kjúklingur/oumph, ananas, goma sósa og saltaðar jarðhnetur. Þar sem ég er ekki mikil avocado manneskja þá sleppi ég því og bið um að fá bara smá meira af öllu öðru í staðinn. Hún er mjög mettandi og er yfirleitt eitthvað afgangs þegar ég fæ mér hana en á sama tíma svo ótrúlega fersk.

 

xx
Helga Diljá

 

*Færslan er gerð í samstarfi við Gló

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s