Mæli með: Netflix Heimildamyndir

Ég er mikill aðdáandi heimildamynda og er ótrúlega mikið af góðum heimildamyndum á Netflix. Ég hef að sjálfsögðu ekki horft á allar heimildamyndirnar á Netflix og ég trúi ekki öðru en að það séu margar góðar sem ég á eftir að sjá. Mig langar samt að deila með ykkur lista af þeim sem hafa staðið uppúr hjá mér. Myndirnar eru um ýmisleg málefni en eru allar ótrúlega góðar. Allar myndirnar hafa verið á Netflix á einhverjum tímapunkti en við gerð þessa lista tók ég eftir að einhverjar eru þar ekki ennþá. Myndirnar eru í engri sérstakri röð þar sem ég get ómögulega gert uppá milli enda ólíkar myndir.

 

themaskyoulivein.jpg
The Mask You Live In
Myndin er um pressu samfélagsins um karlmennsku og neikvæð áhrif þessarar pressu á bæði stráka og menn.  Þetta er must watch mynd fyrir bókstaflega alla að mínu mati.  Trailer er hér

icarus.jpg
Icarus
Ég horfði á myndina núna í marsmánuð og hún er hreint út sagt mögnuð. Í byrjun myndarinnar ætlar Bryan að dópa til að vinna hjólakeppni og fæ rússann Grigory með sér í lið til þess. Hinsvegar fer atburðarrás í gang sem uppljóstrar ríkisstyrktu kerfi Rússlands til að dópa íþróttamenn í alþjóðlegum keppnum. Mögnuð mynd sem ég gat ekki slitið mig frá. Trailer er hér

gaga.jpg
Gaga: Five Foot Two
Þrátt fyrir að hafa aldrei verið mikill Lady Gaga aðdáandi þá fyrir algjöra tilviljun ákvað ég að horfa á myndina og sé alls ekki eftir því. Myndin er svo falleg og einlæg og sýnir Gaga í nýju ljósi. Gaga er að gera nýja plötu í myndinni og sýnir vegferð hennar í því á meðan hún er nýhætt með kærastanum sínum og er að finna sig aftur. Í myndinni er hún að einnig að fara inní nýjan kafla í ferli sínum sem er án búninga, en búningarnir voru hennar leið til að byggja upp veggi og hennar leið til að halda stjórn í iðnaðinum.  Mæli svo innilega með þessari mynd.  Trailer er hér

embrace.jpg
Embrace
Myndin er um svo mikilvægt málefni, ég skal viðurkenna að myndin gæti verið betur gerð en er samt svo mikilvæg mynd. Myndin fjallar um body positivity og um óraunhæfar kröfur samfélagsins til kvenna sem hefur leitt til þess að  91% kvenna sem hata líkama sinn (samkvæmt myndinni). Myndin inniheldur viðtöl við ýmsa magnaða einstaklinga og ég verð að viðurkenna að viðtalið við Turia Pitt situr enn eftir. Turia Pitt lenti í eldsvoða þegar hún var þáttakandi í hlaupi og fékk brunasár um allan líkama en viðhorf hennar og jákvæðni hennar er ,,inspiring”.  Trailer er hér

 

cowspiracy.jpeg
Cowspiracy
Cowspiracy fjallar um neikvæð áhrif mjókuriðnaðsins á heiminn og rannsakar afhverju stofnanir séu ekki að tala um þessi áhrif. Cowspiracy breytti hugarfari mínu að mörgu leyti. Þegar ég horfði á myndina var ég komin tvær vikur inn í veganmánuðinn minn (sem varð að vegan alla mánuði) og átti sinn part í að ekki varð aftur snúið. Núna þegar ég sé eða heyri af vísindalegum rannsóknir um hvað er hollt og hvað er ekki spyr ég alltaf spurningarinnar: hver veitti rannsókninni fjármagnið ?
Mæli klárlega með þessari mynd. Trailer er hér

 

fittest on earth.jpg
Fittest on earth
Þessi mynd er frá heimsleikunum 2015 þegar Katrín Tanja vann og er myndin sem kveikti áhuga minn á Crossfit. Ekki allir sem vita það en mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með Crossfit þrátt fyrir að iðka ekki Crossfit sjálf. Leikarnir voru með svokallaðari Murphæfingu sem gekk útaf við marga keppendur í hitanum. Myndin tekur á öllum tilfinningaskalanum og gaman að segja frá því að Sara Sigmunds, Annie Mist og Katrín Tanja eru allar mjög áberandi enda Annie Mist að verja titil, Sara Sigmunds efnilegi nýliðinn og Katrín Tanja fór með sigur af hólmi í fyrsta sinn.  Trailer er hér

 

foodchoices.jpg
Food Choices
Þetta er myndin sem varð til þess að ég ákvað að prófa Vegan mánuð sem varð að Vegan alla mánuði. Ótrúlega fræðandi mynd með áhugaverðum viðmælendum sem ég mæli eindregið með. Hægt er að horfa á myndina hér og hér er inngangur að myndinni.

 

fedup.jpgFed Up
Myndin er um neikvæð áhrif hins ameríska mataræðis. Í myndinni kemur m.a. fram að í ákveðnum fylkjum  í bandaríkjunum telst pizza sem grænmeti útaf tómatssósunni. Einnig er fylgst með ungmennum sem eru í yfirþyngd og hvernig þau eru að reyna að hætta að borða óhollt en það reynist þeim erfitt. Þetta er mynd sem algjörlega sjokkeraði mig. Trailer er hér og myndin er hér.

 

blackfish.jpegBlackfish
Myndin er um háhyrninginn Tilikum sem hafði drepið þrjá þjálfara og um áhrifin sem það hefur á háhyrninga að vera í görðum eins og SeaWorld. Þessi mynd breytti algjörlega viðhorfi mínu gagnvart stöðum eins og SeaWorld. Myndin sýnir að dýrin eru bráðgáfuð sem finna fyrir tilfinningum og eru hreint út sagt ótrúleg dýr sem eiga ekkert erindi í garða eins og Sea World.  Trailer er hér

 

jim and andy .jpgJim & Andy
Þessi mynd fjallar um Jim Carey við gerð myndarinnar Man on the Moon sem kom út árið 1999. Man on the Moon fjallaði um Andy Warhol sem var grínisti sem gekk yfirleitt yfir strikið. Jim & Andy inniheldur myndbönd sem voru tekin upp við gerð myndarinnar en Universal bönnuðu við ótta að fólk myndi halda að Jim Carey væri  ,,asshole”. Jim Carey hélst í karakter Andy Warhol allan tíman á meðan myndin var tekin upp og gekk svo langt að menn sögðu að Jim Carey væri hvergi sjáanlegur á plánetunni jörð. Frábær mynd, mæli mjög mikið með. Trailer er hér

 

20feetfrom.jpg20 Feet From Stardom
 Myndin fjallar um bakraddasöngvara og vann myndin til Óskarsverðlauna árið 2013. Kom mér á óvart hvað hún er með fáar stjörnur á Netflix en konurnar í myndinni hafa sungið í lögum sem eru ódauðleg. Ég er alls enginn tónlistarsjéní en þegar ég horfði á myndinni kom upp einhver nostalgíu tilfinning. Trailer er hér

 

Myndir sem mig langar til að sjá
Ég hef auðvitað ekki horft á allar heimildamyndir á Netflix en þegar ég var að taka saman þennan lista rak ég augun í myndina The Final Year sem ég væri mjög til í að sjá.

The Final YEar.jpg
The Final Year
Myndin fjallar um síðasta ár Obama í hvíta húsinu. Sem mikill aðdáandi Barack Obama  er þetta klárlega mynd sem ég ætla að horfa. Trailer er hér

 

 

xx
Helga Diljá

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s