DIY Gin&Tonic Bar inspó

Ég fór í útskriftarveislu hjá vinkonu minni, henni Hildi Sif, í febrúar og var hún með Gin Bar í veislunni sinni sem mér fannst vægast sagt frábær hugmynd. Gin barinn virkar einfaldlega þannig að maður býður uppá gin, tonic eða annað bland, klaka, og svo mismunandi ávexti eða annað sem er gott að hafa í drykkinn. Hver og einn velur hvernig hann vill hafa sinn gindrykk. Hægt er að útfæra þetta sem DIY eða fá einhvern til að mixa drykkina, en hvoru tveggja er frábær hugmynd.

Það skemmtilega við Gin barinn er líka að það er hægt að hafa hann við svo mörg tilefni t.d. brúðkaup, afmæli, sumargrillið eða útskriftina.

gin999

Ég ákvað því að nota hugmyndina um Gin Barinn í mína veislu og hófst strax á því að finna Gin sem væri með fallega flösku, enda útlitið á barnum finnst mér skipta miklu máli. Tanqeray Ginið varð fyrir valinu enda flaskan svo fallega græn á litinn en líka mjög gott gin. Skemmtilegur misskilningur varð samt við leitina að gininu þar sem pabbi minn var staðráðinn í því að þetta héti Tandoori gin.

Til að auka við fjölbreytileikann á gininu ætla ég að vera með nokkrar mismunandi tegundir af gini. En þar sem ég er mikill fruity drykkja aðdáandi verður Gordons Pink gin líka enda jarðaberja- og rifsberjagin sem ég held að verði mikil lukka yfir meðal
vina minna.

Þrátt fyrir að vera ekki alveg staðráðin þá er ég að hallast að því að vera með lime, jarðaber, agúrku og appelsínu. Finnst síðan líka skemmtilegt að vera með allavega eina kryddjurt eins og basil eða mintu. Ef veðrið verður upp á sitt besta er ansi líklegt að vatnsmelónan fái sitt pláss á barnum líka.

gin33

Það er líka mjög mikilvægt að velja rétt tónik. Tónikið þarf að sjálfsögðu að bragðast vel, en það þarf líka að líta vel út á gin barnum. Hildur vinkona var með tónic í svona litlum glerflöskum sem mér fannst koma svo vel út. Hægt að vera líka með engiferöl og annað bland til að gera fjölbreytileikann meiri og veisluna ennþá skemmtilegri.

Ég á enn eftir að ákveða lítil detail eins og í hverju ávextirnir verða o.s.frv. en mun deila því öllu með ykkur í Instagram Stories. Ég samt fór á Pinterest rúntinn fyrir hugmyndir á útfærslur sem ég ætla deila með ykkur hér:

gin21212.jpg

Tónik í glerflöskum lítur svo vel út á Gin Bar.

gin02

gin021gin44gin66gin76gin122Hægt að útfæra á marga vegu og vera með leiðbeiningar

gin666

gin999

gin2111gin6668

Þrátt fyrir að vera Prosecco Bar er hægt að nýta uppstillinguna fyrir Gin&Tónic bar. Tonic og glös þar sem glösin eru og gin í staðinn fyrir Prosecco.

gin9998

Finnst mjög flott að hafa þetta í ávexti og garnish í krukkum

gin123111gin1211111

 

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s