Útskriftarveisla HD

Þann 30.júní síðastliðinn hélt ég útskriftar- og afmælisveislur sem heppnuðust báðar vonum framar. Fyrri veislan var frá klukkan fimm til sjö meðan hin seinni byrjaði klukkan átta. Veislurnar voru ólíkar en báðar jafn yndislegar enda dásamlegt að geta fagnað þessum áfanga með fjölskyldum og vinum. Mig langar til að deila með ykkur úr minni veislu sem ég vona að geti nýst einhverjum við skipulagningu veisla.

Áður en lengra er haldið þá mæli ég með að byrja undirbúning snemma fyrir stórar veisur og klára allt sem hægt er að klára sem fyrst til að létta á álaginu fyrir veisluna.

GIN BARINN

Processed with VSCO with c2 preset

Í seinni veislunni var ég með ginbar sem sló í gegn! Veislan hefði ekki verið eins án barsins.  Á barnum voru fimm tegundir af gini, Gordons Pink Gin, Gordons Gin, Tanqeray Ten, Tanqeray og Tanqeray Rangpur. Að hafa svona margar tegundir af gini var algjör game changer og gaf gólki tækifæri á að gera drykkina sína nákvæmlega eftir eigin höfði. Þar sem Gordons Pink Gin og Tanqeray Rangpur eru líka sætari gin gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem eru ekki miklir aðdáendur að hinu hefðbundna gin og tonic.

Til að auka enn meira við fjölbreytnina var ég mismunandi tegundir af drykkjum til að blanda gininu við. Það voru þrjár tegundir af gini, Britvic Tonic, Britvic Bitter Lemon TonicThomas Henry Bleikt Tonic og svo líka Ava Aldinvatn og Kristall. Thomas Henry Bleika tonicið rauk út en er líka svo ótrúlega gott við Gordons Pink Gin. Til að toppa allt er blandan af Gordons Gin Pink og Thomas Henry bleika gininu líka ótrúlega fallega bleikur.

img222.JPG
Ég tók alltof fáar myndir úr partýinu en hér er mynd af Gordons Gin Pink og Thomas Henry bleika gininu

Á barnum var ég einnig með jarðaber, lime, appelsínu, agúrku, myntu og pipar sem fólk gat valið á milli, og svo auðvitað nógu mikið af ís! Það að vera með nægan ís var algjör lykill að góðum gin bar og get ég ekki mælt meira með ísmanninum. Við erum alls ekki með stóran frysti heima og hafði ég miklar áhyggjur af því að koma öllum ísnum fyrir en ég pantaði bala af ís fyrir veisluna. Ísmaðurinn kom síðan bara með bókstaflega bala af ís sem var á pallinum fyrir aftan hjá okkur og ekkert mál að ná í ísinn þangað! Algjör snilld og mæli 100% með!

Processed with VSCO with c2 preset

Ég fékk systur vinkonu minnar til að koma og hjálpa mér og vera á barnum. Það munaði ótrúlega miklu að hafa þær að gera drykkina, bæði uppá stemningu en einnig vegna þess að það sparaði mér að vera að stússast að fylla á allt kvöldið og gat bara notið með vinum mínum.

 

VEITINGAR 

 

 

Þegar við byrjuðum að skipuleggja hvað ætti að bjóða uppá í veislunni vildi ég í upphafi hafa allt vegan. Með málamiðlun var eggjaköku bætt við og annar sushi bakkinn var ekki vegan, en allt annað var hins vegar vegan. Ég er mjög ánægð með þá lendingu þar sem fólk hafði þá val hvort það vildi vegan matinn eða ekki. Niðurstaðan var þó sú að það hrósuðu allir vegan matnum í hástert sem gladdi mig mikið.

Kakan og bollakökurnar

Processed with VSCO with c2 preset

Bæði kakan og bollakökurnar fékk ég frá Sætum syndum  og var hvoru tveggja vegan. Ég pantaði hjá Sætum Syndum með viku fyrirvara og sótti samdægurs í krúttlegu verslun þeirra í Hlíðarsmáranum. Bollakökurnar voru með hindberjasmjörkremi en kakan var með smjörkremi og oreokremi að innan. Kakan sprengdi alla skalana, falleg, creamy og himnesk á bragðið. Hún var það falleg að fólk var ekki að þora að taka fyrstu sneiðina, en um leið og ísínn var brotinn hrannaðist fólk að til að smakka. Mæli 100% með Sætum Syndum og þá sérstaklega með oreofyllingunni sem var af einhverjum öðrum heimi.

Nammið

 

Nammið var allt vegan og ég ákvað að hafa það í krukkum á borðinu í staðinn fyrir í skálum á víð og dreif. Það kom ótrúlega vel út og kostaði alls ekki mikið. Krukkurnar eru keyptar í Ikea og kostuðu bara um 200-300kr minnir mig.

Nammið sem varð fyrir valinu voru Tyrkisk pebber sleikjóar, skittles, mini oreo og svo blönduð krukka með draugum(Skalle namminu hér, hér og hér) og heksehyl. Oreokökurnar tóku mig 20-30 mínútur til að raða upp sem mér fannst 100% þess virði þó það voru ekki allir sammála mér þar.

Smjörbrauðs Aspasstykki

Aspasstykkin slógu algjörlega í gegn en hugmyndina að uppskriftinni fékk ég á instagramminu hjá Lindu Ben en ég gerði bara uppskriftina vegan. Í veislunni voru um 56 horn sem dugði vel fyrir fyrri veisluna en þó  ekki út báðar veislurnar og kláruðust fyrir klukkan tíu í seinni veislunni.

Processed with VSCO with c2 preset

Sjörbrauðs Aspasstykki 16 stykki:
48 aspas
2 smjördeigsplötur
1 dolla Oatly Rjómaostur
Pam sprey/Olífuolía
Salt&Pipar
1 msk aquafaba (kjúklingabaunasafi)
1 msk kókosmjölk (eða önnur veganmjólk)
1/2 msk hlynsíróp

 1. Leggið tvær smjördeigplötur saman (sem er búið að þýða) og rúllið út.
 2. Skerið í 16 þríhyrninga (eins og sést á myndinni hér fyrir ofan)
 3. Veldið aspasnum uppúr pamsprey/olíu og salt&pipar
 4. Setjið Oatly rjómaost á hvern þríhyrning og aspas ofaná
 5. Vefjið endunum á deiginu utan um aspasinn
 6. Blandið saman aquafaba, kókosmjólk og hlynsírópi og penslið á hornin.
 7. Bakið í 190 gráðum í 20 mín eða þar til smjördeigið er orðið púffað og fallega brúnt.

Vegan Döðlugott

Döðlugottið er eitt af því sem ég er eitt hvað stoltust af og heppnaðist vonum framar. Í fyllstu hreinskilni finnst mér það betra en hið hefðbundna döðlugott, en um leið og maður byrjar á fyrsta bita er erfitt að hemja sig. Ég klikkaði alveg á því að taka mynd af döðlugottinu tilbúnu en það sést hér á myndinni fyrir ofan efst til hægri.

 

 

Vegan Döðlugott:
250gr Earth Balance
120gr Púðursykur
450gr Döðlur
50-75gr Poppað kínóa (fer eftir smekk hversu mikið, má hafa meira)
1/2 poki Heksehyl
1 plata af suðusúkkulaði

 1. Byrjað á því að bræða saman smjör við púðursykur í pott
 2. Smátt söxuðum döðlum bætt við og leyft að malla þar til blandan verður að einskonar karmellu en það er gott að nota töfrasprota til að ná döðlunum alveg í mauk
 3. Poppuðu kínóa bætt við og blandað saman og að því loknu heksehyl bætt við
 4. Blandan sett í eldfast mót klætt bökunarpappír og sett inní frysti í 30 mínútur.
 5. Því næst er dökku súkkulaði brætt og hellt yfir
 6. Að lokum er döðlugottið kælt í ísskáp þar til súkkulaðið hefur bráðnað
 7. Döðlugottið geymist best í ísskáp.

Tapenade

Það var svo ánægjulegt að uppgötva að Ritz kex séu vegan enda svo fullkomin í veislur. Upphaflega ætlaði ég að vera með veislubakka en á síðustu stundu fundust engir bakkar á heimilinu svo á veisluborðinu enduðu þrjár skálar, ein með tapenade, önnur með hummus og sú þriðja með Ritz kexi. Þetta vakti mikla lukku en tapenadeið gerði ég þremur dögum áður. Eftir veisluna notaði ég það mikið á samlokur og í vefjur svo það er líka fullkomið til að geyma inní ísskáp dagsdaglega.

Tapenade:
1 Krukka af Rapunzel sólþurrkuðum tómötum
2/3 Krukka af Rapunzel grænum ólífum
1 stór hvítlauksgeiri eða 2 litlir
1 Sítróna (safinn úr einni sítrónu)
Lúka af ferskum basil
Salt & Pipar

Tómatarnir, ólífurnar og hvítlaukurinn skorið niður smátt og blandað saman. Safinn úr einni sítrónu kreist yfir. Lúka af ferskum basil skorið niður og bætt við. Að lokum bætt við salt&pipar.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s