Madara Faves

Í byrjun sumars kynnntist ég nýja húðvörumerkinu Madara. Madara vörurnar eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum, eru algerlega lausar við gerviefni eins og litar- og ilmefni, paramen, tilbúin rotvarnarefni eða önnur skaðleg kemísk efni. Allar vörurnar eru Cruelty Free og stór hluti af þeim vegan sem heillaði undirritaða mikið. Ég var svo heppin að fá að prófa vörurnar frá þeim og valdi mér mín uppáhald. Allar þessar vörur eru einstakar og eru komnar til að vera í minni húðrútínu.

Morgunhúðvörur

Madara2

Þar sem maður hefur oft ekki langan tíma á morgnanna er að mínu mati mikilvægt að flækja hlutina ekki of mikið þegar kemur að húðrútínunni. Því nota ég einungis þrjár vörur á morgnanna sem er hinn fullkomni grunnur fyrir daginn.

madara12
Micellar Water er hreinsivatn sem kom mér verulega á óvart og er ég orðinn dolfallinn aðdáandi. Micellar Water fjarlægir óhreinindi, kemur jafnvægi á húðina og gefur húðinni raka. Ég byrja daginn á því að setja hreinsivatn í bómul og strjúka yfir andlitið, enda mikilvægt að ná öllum óhreinindum næturinnar úr húðinni. Hreinsivatnið er Vegan Friendly.

madara11

SOS Hydra Recharge Cream er , eins og sést á myndinni, búið að vera í mikilli notkun.  Dagkremið er rakagefandi en er samt fljótt að fara inní húðina svo maður þarf ekki að bíða lengi til að setja á sig farða.

Madara454

Madara Smart Anti-Fatique Eye Cream er mitt fyrsta augnkrem en það er mælt með því að byrja að nota augnkrem í kringum 25 ára aldurinn. Augnkremið dregur úr bólgum undir augunum, en það er æðislegt að geyma það inní ísskáp til að kæla vel undir augunum (eða eins og ég sem nenni ekki að gera mér ferð inní eldhús, við gluggann á svefnherberginu). Augnkremið er lokaskrefið í minni morgunrútínu.

Kvöld/Næturhúðvörur

madara.jpg

Þegar kemur að húðumhirðu hef ég fylgt einu mottói eftir sem er að það skiptir minna máli hvað maður setur undir farða og meira máli hvernig maður þrífur húðina og nærir hana eftir farðann. Kvöldrútínan mín inniheldur því nokkuð fleiri skref en morgunrútínan.

madara44.JPG

Madara Hreinsimjólk er sá hreinsir sem ég nota þegar ég er búin að taka af mér maskarann. Hún er mild og góð, og maður notar bara blautan bómul til að stjúka hana af. Mæli frekar með að nota froðu í sturtuna.

Micellar Water sem var hér fyrir ofan, nota ég bæði kvölds og morgna. Micellar Water er lokaskrefið til að ná alveg örugglega öllum farða og óhreinindum úr húðinni og kemur því á eftir hreinsimjólkinni og hreinsifroðu með hreinsibursta. Vatnið kemur, eins og áður sagði, líka jafnvægi á húðina og veitir húðinni raka.

madara21.JPG

Soothing Hydration Olía er vara sem ég var spenntust fyrir og olli mér engum vonbrigðum. Olíuna nota ég alltaf á kvöldin sem lokaskrefið í kvöldrútínunni og er því það síðasta sem fer á húðina fyrir svefninn. Olían nærir húðina ótrúlega vel og er algjör snilld sérstaklega eftir að maður skrúbbar húðina t.d. þar sem hún er “soothing”.

 

 

xx
Helga Diljá

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s