Vítamínin mín

*Færslan er unnin í í samstarfi við Terra Nova

Hluti af morgunrútínu minni er að taka vítamín alla morgna. Núna síðustu mánuði hef ég verið að taka inn þrjú mismunandi vítamín frá Terra Nova en vörumerkið er eitt af fáum í heiminum þar sem allar vörur eru vegan. Þau nota líka engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni enda þarf maður ekkert á þeim að halda*. Ég ætla að deila með ykkur þremur mismunandi vítamínum sem ég tek daglega frá Terra Nova.

terranova22.jpg

Terra Nova Living Multrinutrient Complex

Terra Nova Living Multinutrient Complex er fjölvítamín. Fjölvítamín er að mínu mati ein besta og auðveldasta leiðin til að fá nóg af öllum þeim vítamínum sem maður þarf á að halda og hef ég tekið slík í nokkur ár núna. Multinutrient inniheldur m.a. B12 sem er mjög mikilvægt að taka inn ef maður borðar ekki kjötafurðir og einnig D vítamín. D vítamínið er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem búum á Íslandi enda fáum við lítið af D vítamíni frá sólinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að D vítamín skortur hafi tengsl við þunglyndi.

Probiotic Complex with Prebiotics

Probiotics hef ég einnig verið að taka inn í dágóðan tíma. Probiotics eru meltingargerlar sem stuðla að heilbrigði meltingu. Gerlarnir eru lifandi en þeir geta einnig hjálpað við ofnæmi, húðvandamál o.fl.* Það sem er öðruvísi við Probiotics frá Terra Nova miðað við önnur vörumerki er að það inniheldur einnig prebiotics. Prebiotics er ákveðin týpa af trefjum sem er í raun fæða meltingargerlanna.* Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á tengsl meltingu við kvíða. Mér finnst mikilvægt að huga að meltingunni m.a. með drykkju á eplaediki og Kombucha auk meltingargerlanna enda líður manni svo vel af.

Terranova12.JPG

Calcium Magnesium Complex

Calcium Magnesium byrjaði ég að taka í töfluformi núna í sumar, en ég hef verið að taka magnesíum í duftformi í nokkur ár. Yfirleitt er talað Calcium og Magnesíum sem andstæður. Kalk er nauðsynlegt fyrir samdrátt vöðva á meðan magnesíum er nýtt til að slaka á þeim. Kalk styrkir og herðir beinin á meðan magnesíum sér um liðleika. Magnesíum er einnig fyrirbyggjandi fyrir vöðvakrampa.* Þessi samblanda af Calcium og Magnesíum stuðlar því bæði að sterkum beinum og tönnum og hjálpar einnig vöðvunum.

 

Ég var lengi alltaf að gleyma að taka vítamínin á morgnanna og koma þeim í rútínu, sem er vandamál sem eflaust margir tengja við. Mæli eindregið með að geyma vítamínin þar sem er öruggt að maður sjái þau á morgnanna því um leið og maður sér þau þá man maður eftir að taka þau. Þau eru að sjálfsögðu einunis viðbót við fjölbreytt mataræði og koma ekki í stað þess.

 

xx
Helga Diljá

 

 

*Upplýsingar fengnar af terranovahealth.com
*Upplýsingar fengnar af webmd.com
*Upplýsingar fengnar af Prebiotin.com
* Upplýsingar fengnar af ancientminerals.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s