Þrjár einfaldar uppskriftir með Solgryn höfrum

*Færslan er skrifuð í samstarfi við Solgryn á Íslandi

Hafrar eiga stórt pláss í mínu mataræði og hafa átt það lengi. Ástæðan er einfaldlega sú að það er hægt að elda og baka með þeim á svo marga mismunandi vegu að ég verð aldrei leið á þeim. Ég hef notað þá í granóla, bananabrauð, hafragraut, pönnukökur og fleira. Það sést einmitt mjög vel á myndum þessarar færslu hvað Solgryn kassinn hjá mér er orðinn sjúskaður, enda sífellt verið að draga hann fram í eldhúsinu. Í samstarfi við Solgryn langar mig að deila með ykkur þremur mismunandi einföldum uppskriftum: pönnukökum, hafragraut og overnight oats.

Hafragrautur

IMG_4751_Facetune_26-10-2018-12-43-30

Ég er algjör sökker fyrir góðum hafragraut. Þrátt fyrir að hafragrautur hafi mikinn morgunverðarstimpil borða ég hann alla tíma dags.

hafragrautur2

Uppskrift

25 gr hafrar
1 msk chiafræ
kókosmjólk
smá salt
1/3 epli
2 meedjol döðlur
kúffull tsk heslihnetusmjör

Fyrst eru hafrar, chiafræ og smá salt sett saman í skál og bleytt uppí með kókosmjólk. Skálin sett í örbylgjuofn í eina mínútu en það er auðvitað líka hægt að elda hafragrautinn í potti. Hægt er að setja meiri kókosmjólk til að þynna grautinn þegar grauturinn kemur úr örbylgjuofninum. Heslihnetusmjör blandað við 1 msk kókosmjólk og hrært vel þar til smjörið verður fljótandi Allt sett ofan á hafragrautinn og notið vel!

Hafrapönnsur

hafraponnsur

Hafrapönnsurnar eru í miklu uppáhaldi og er ég mjög oft spurð um helgar hvort ég geti ekki skellt í nokkrar fyrir kærastann minn. Ég persónulega sé engan tilgang til að gera óhollar pönnukökur þegar ég get gert þessar. Þær eru góðar með sírópi, ávöxtum, sultu og hnetusmjöri eða hverju sem manni dettur í hug. Líka góðar til að taka með í nesti!

hafraponnsur23.JPG

Uppskrift

2 dl hafrar
2 dl kókosmjólk
1/2 tsk lyftiduft
1/2 banani
1 tsk vanilludropar

Setjið öll hráefnin í blandara og leyfið svo blöndunni að sitja í 10-15 mínútur til að leyfa deiginu að þykkjast. Mér finnst oft gott að láta deigið standa við hlið pönnunar þegar hún er að hitna.  Eldið á miðlungshita á pönnu.

Overnight Oats

overnightoast2.JPG

Overnight Oats er mesa snilldin og borða ég slíkt að minnta kosti einu sinni í viku. Ég er nýlega búin að uppgötva comboið hindber og banana í hafrana sem er vægast sagt algjör negla og ég mæli með að prófa! Það er hægt að leika sér áfram með innihaldsefnin en ég nota oft frosin ber, græn epli, döðlur eða bara það sem er til í ísskápnum hverju sinni.

overnightt

Uppskrift

25 gr hafrar
1 msk chiafræ
Kókosmjólk
1/2 banani
frozen hindber eftir smekk

Undirbúið kvöldið áður með því að blanda öllum innihaldsefnunum saman í krukku og geymist í ísskáp yfir nótt. Mæli með því að blanda fyrst höfrunum og chiafræunum og leyfa því að vera örlítið blautt þar sem hafrarnir og fræin draga í sig svo mikla kókosmjólk yfir nóttina.

 

Vona að uppskriftirnar komi að góðum notum!

xx
Helga Diljá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s